Dagsatt rugl Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 16. maí 2009 00:01 Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Byrjaði símtalið svona (hélt ég væri að tala við stelpu á hárgreiðslustofu sem vildi kannski taka Nökkva): „Viltu hundinn eða ekki?" Konan sem svaraði sagði bara: „Ha?" og sagði þetta vera skakkt númer. Ég hafði óvart hringt í ræstitækninn sem skúrar hjá mömmu. Ég spurði hvort hún vildi samt ekki hundinn. Hún sagði mágkonu sína í Njarðvíkum spennta, hana Lóu, og spurði hvort þær mættu ekki allar koma. Svo brunaði hún hingað heim við þriðja mann (á tveimur ræstitæknibílum), þær tóku Nökkva og keyrðu á brott. Gólandi æstar." Lóa, sem fékk Nökkva, hringdi hins vegar síðar um kvöldið. Karlinn hennar hafði tekið tryllinginn á Nökkva og vildi ekki sjá hann. 19.45: „Júlía. Ég grátbað hana um að finna einhvern annan. Lóa hringdi út í sveit í Önnu Jónu sem átti þrjá labrador-hunda sem allir létu lífið í fyrra. (Þarna tók hún það fram að þetta væri ekki lygasaga, hún hefði ekki hugmyndaflugið í þetta bull). En Anna Jóna treysti sér ekki í Nökkva en benti á góða konu í Breiðholtinu. Svo, Nökkvi er á leið til Önnu Jónu sem mun svo ferja hann í Breiðholtið til konu sem heitir Karítas." 22.00: „Ég hringdi í Karítas og hún hljómaði ekki traustvekjandi. Ég hef áhyggjur." 13.00 (daginn eftir): „Þú munt ekki trúa hverju ég lenti í í morgun. Ég hringdi aftur í konuna í Breiðholti. Eftir svefnlausa nótt tilkynnti ég henni að ég ætlaði að koma og sækja hundinn. Hún skellti á mig. Ég brunaði upp í Breiðholt að blokkinni, hringdi bjöllunni, ekkert svar. Ég hringdi aftur og aftur. Ekkert svar. (Þarna var ég byrjuð að gráta og hringdi í Njarðvíkina og skammaði ræstitækninn). Svo hringdi ég á öllum bjöllum í stigaganginum og komst inn. Íbúð Karítasar var eins og dópgreni+blómabúð eftir húsleit. Ég sá glitta í mann í stól í stofunni sem starði út í tómið (gæti hafa verið lík). Nökkvi stökk fram, beint í fangið á mér og ég hljóp út. Júlía, ég fann hvað ég elskaði hann þegar hann stökk út úr draslinu, þá gleymdi ég öllu, ég elska þetta helvítis dýr." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Byrjaði símtalið svona (hélt ég væri að tala við stelpu á hárgreiðslustofu sem vildi kannski taka Nökkva): „Viltu hundinn eða ekki?" Konan sem svaraði sagði bara: „Ha?" og sagði þetta vera skakkt númer. Ég hafði óvart hringt í ræstitækninn sem skúrar hjá mömmu. Ég spurði hvort hún vildi samt ekki hundinn. Hún sagði mágkonu sína í Njarðvíkum spennta, hana Lóu, og spurði hvort þær mættu ekki allar koma. Svo brunaði hún hingað heim við þriðja mann (á tveimur ræstitæknibílum), þær tóku Nökkva og keyrðu á brott. Gólandi æstar." Lóa, sem fékk Nökkva, hringdi hins vegar síðar um kvöldið. Karlinn hennar hafði tekið tryllinginn á Nökkva og vildi ekki sjá hann. 19.45: „Júlía. Ég grátbað hana um að finna einhvern annan. Lóa hringdi út í sveit í Önnu Jónu sem átti þrjá labrador-hunda sem allir létu lífið í fyrra. (Þarna tók hún það fram að þetta væri ekki lygasaga, hún hefði ekki hugmyndaflugið í þetta bull). En Anna Jóna treysti sér ekki í Nökkva en benti á góða konu í Breiðholtinu. Svo, Nökkvi er á leið til Önnu Jónu sem mun svo ferja hann í Breiðholtið til konu sem heitir Karítas." 22.00: „Ég hringdi í Karítas og hún hljómaði ekki traustvekjandi. Ég hef áhyggjur." 13.00 (daginn eftir): „Þú munt ekki trúa hverju ég lenti í í morgun. Ég hringdi aftur í konuna í Breiðholti. Eftir svefnlausa nótt tilkynnti ég henni að ég ætlaði að koma og sækja hundinn. Hún skellti á mig. Ég brunaði upp í Breiðholt að blokkinni, hringdi bjöllunni, ekkert svar. Ég hringdi aftur og aftur. Ekkert svar. (Þarna var ég byrjuð að gráta og hringdi í Njarðvíkina og skammaði ræstitækninn). Svo hringdi ég á öllum bjöllum í stigaganginum og komst inn. Íbúð Karítasar var eins og dópgreni+blómabúð eftir húsleit. Ég sá glitta í mann í stól í stofunni sem starði út í tómið (gæti hafa verið lík). Nökkvi stökk fram, beint í fangið á mér og ég hljóp út. Júlía, ég fann hvað ég elskaði hann þegar hann stökk út úr draslinu, þá gleymdi ég öllu, ég elska þetta helvítis dýr."