Lífið

Helgi P: Fjölskyldan sameinast um jólin

„Annar sonur okkar er erlendis í námi og kemur heim um jólin með fjölskyldu sína, sem er svo sérstakt tilhlökkunarefni."
„Annar sonur okkar er erlendis í námi og kemur heim um jólin með fjölskyldu sína, sem er svo sérstakt tilhlökkunarefni."

„Jólaskapið kemur nú venjulega með matseld," svarar Helgi Pétursson sem sendi frá sér nýja jólaplötu, Gamlir englar, ásamt félögum hans í Ríó Tríó.

„Ég útbý hátíðarpaté og sýð rauðrófur og rauðkál. Ætli það sé ekki ilmurinn af þessu, samhliða jólakortaskrifum og slíku sem minnir á jólin á æskuheimilinu, sem auðvitað eru alltaf í ljósrauðum bjarma í minningunni."

Ríó tríó: Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atlason senda frá sér jólaplötu í ár.

„Og svo kemur að því að maður dregur fram jólaplöturnar og spilar sömu lögin aftur og aftur. Það er ótrúlegt hvað maður er fastheldinn á siðvenjur í tengslum við jólahaldið," segir Helgi og bætir við:

„Svo vitnað sé í Nóbelskáldið á maður orðið marga gulldúkata sem horfa á mann og það dregur heldur ekki úr gleðinni og tilhlökkuninni um ánægulega samveru fjölskyldunnar."

„Annar sonur okkar er erlendis í námi og kemur heim um jólin með fjölskyldu sína, sem er svo sérstakt tilhlökkunarefni," segir Helgi. - elly@365.is

Jólin eru komin á Vísir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.