Lífið

Vill eignast fleiri börn

Sarah Jessica Parker segist vera hamingjusöm móðir og leikkona en viðurkennir að hún þurfi aðstoð við húsmóðurhlutverkið.
Sarah Jessica Parker segist vera hamingjusöm móðir og leikkona en viðurkennir að hún þurfi aðstoð við húsmóðurhlutverkið.

Sarah Jessica Parker segist gjarnan vilja eignast fleiri börn. Leikkonan á soninn James, sjö ára, og fimm mánaða tvíburana Lorettu og Tabithu með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today útilokar leikkonan ekki ættleiðingu, en þau hjón eignuðust tvíburana með hjálp staðgöngumóður.

„Það er enginn sem segir að við munum ekki halda áfram að reyna að stækka fjölskylduna okkar með hinum ýmsu leiðum. Kannski ættleiðingu, hver veit?,“ segir Parker, sem er 44 ára. Þá segist hún njóta þess að vera bæði móðir og leikkona, en viðurkennir að hún þurfi aðstoð við húsmóðurhlutverkið. „Ég hef heyrt að margar leikkonur þykjast ekki fá neina aðstoð og það getur ekki verið satt. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart vinnandi húsmæðrum í Bandaríkjunum sem lesa um stjörnurnar og skilja ekki af hverju þær geta ekki losnað við aukakílóin eftir að þær eignast börn.

Staðreyndin er að stjörnurnar sem þær lesa um hafa pening til að borga einkaþjálfara og kokk, sem gerir samanburðinn óraunhæfan,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.