Lífið

Rihanna vill Cheryl Cole

Rihanna vill fá Cheryl Cole til að ferðast með sér um Bandaríkin.
Rihanna vill fá Cheryl Cole til að ferðast með sér um Bandaríkin.

Söngkonan Rihanna lýsti því yfir í breskum fjölmiðlum að hún vildi leggja sitt af mörkum til að koma Cheryl Cole á framfæri í Bandaríkjunum. Cheryl, sem er gift Chelsea-leikmanninum Ashley Cole, var að gefa út sína fyrstu sólóplötu en hún er ein aðalsprautan í stúlknasveitinni Girls Aloud. Cheryl hefur jafnframt sinnt dómarastörfum með miklum glæsibrag í breska X-Factor ásamt Simon Cowell og það var einmitt í þeim þætti sem Rihanna fékk þessa hugmynd.

„Ég hitti hana eftir þáttinn og spurði hvort hún vildi ekki koma í tónleikaferð með mér um Bandaríkin. Ég er alveg sannfærð um að Bandaríkjamenn eigi eftir að elska hana því hún er bæði falleg og frábær,“ sagði Rihanna og var augljóslega ekkert að spara lofið. Rihanna mun syngja og dansa í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en tónleikaferðin hefst í Belgíu í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.