Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Valur er enn með fullt hús stiga í deildinni eftir að hafa unnið Hauka á útivelli, 34-23.
Hrafnhildur Skúladóttir fór á kostum með Val og skoraði tólf mörk í leiknum. Valur er á toppi deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki.
Þá vann Fram öruggan sigur á HK, 32-18.