Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar 29. desember 2009 04:00 Mögnuð barátta Bjarnfreðarson með Ólaf Ragnar fremstan í flokki átti í harðri baráttu við velsmurða Hollywood-vél James Cameron og kvikmyndar hans, Avatar, um jólahelgina. Alls komu ellefu þúsund á Bjarnfreðarson sem Ragnar Bragason leikstýrir um helgina en níu þúsund á Avatar. Þjóðin eyddi rúmlega 35 milljónum í bíómiða um jólahelgina og elstu menn í íslenska bíóbransanum muna ekki eftir annarri eins aðsókn. Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira