Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS 27. janúar 2009 08:38 Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira