Lífið

Þrír tenórar með stórtónleika

tenórarnir þrír Snorri Wium, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Kolbeinn Ketilsson halda stórtónleika í Háskólabíói 3. janúar.fréttablaðið/vilhelm
tenórarnir þrír Snorri Wium, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Kolbeinn Ketilsson halda stórtónleika í Háskólabíói 3. janúar.fréttablaðið/vilhelm

„Ég hef aldrei séð eins flott prógram. Þetta verða gríðarlega flottir tónleikar,“ segir tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hann, ásamt tenórunum Kolbeini Ketilssyni og Snorra Wium, syngur á stórtónleikum í Háskólabíói 3. janúar. Með þeim á sviðinu verður Sinfóníuhljómsveit Íslands og karlakórinn Fóstbræður.

Tenórarnir þrír hafa undanfarin tíu ár haldið tónleika saman hér á landi en aldrei eins stóra og þessa og aldrei í byrjun ársins. „Það er búinn að vera draumur lengi að gera þetta svona glæsilega. Við höfum oft verið spurðir hvenær við verðum með Sinfóníunni en það hefur ekki orðið. En þetta eru frambærilegustu tenórar þjóðarinnar í dag, það er engin spurning. Þetta eru mennirnir sem eru að gera hvað mest erlendis,“ segir Jóhann Friðgeir. Snorri Wium er nýfluttur heim eftir að hafa búið í Þýskalandi undanfarin ár og Kolbeinn Ketilsson býr í Köln í Þýskalandi. Jóhann sjálfur hefur verið heima á Íslandi síðustu tvö ár en stefnir á ýmis verkefni í Evrópu á næsta ári.

En eru íslensku tenórarnir jafngóðir og Pavarotti, Domingo og Carreras þegar þeir voru og hétu? „Þú verður að láta aðra dæma um það. Það fer eftir því hvort hljóðmennirnir verða duglegir að búa til gott sánd en við gerum okkar besta,“ segir Jóhann og brosir. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.