Brotnaði saman í Soweto 18. desember 2009 03:15 hjá blettatígri Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, Ungfrú Ísland, hjá blettatígri í Suður-Afríku. Ungfrú Ísland, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, er nýkomin heim eftir sex vikna ævintýri í Suður-Afríku þar sem hún tók þátt í keppninni Ungfrú heimur. Guðrún Dögg segir að það hafi verið mjög góð reynsla að taka þátt í keppninni en engu að síður erfitt. „Við fengum ekki mikinn svefn. Við vorum alltaf uppstrílaðar og fínar allan daginn. Þetta var rosalega mikil keyrsla," segir hún. „En þetta var líka rosalega gaman. Ég fékk að sjá helling af hlutum sem ég hefði ekki fengið að sjá nema að hafa farið út," segir hún og nefnir safarí- og dýragarðsferð þar sem hún sá fíla, ljón og alls kyns skemmtileg dýr. Stúlkurnar heimsóttu einnig Soweto-fátækrahverfið í Jóhannesarborg, sem tók heldur betur á taugarnar. „Það var rosalega erfitt að sjá það. Maður áttaði sig á því hvað maður hefur það gott á Íslandi. Þótt það sé kreppa þá hefur maður húsaskjól og mat sem þetta fólk hefur ekki," segir hún. „Þarna úti er fólk ekki með rennandi vatn, rafmagn eða klósett. Það á ekki neitt. Ég lenti í því að það kom tólf ára strákur upp að mér og bað mig um pening fyrir mat. Það var alveg svakalega erfitt fyrir mig og ég brotnaði bara saman á staðnum." Guðrún Dögg bætir við að hún kunni betur að meta fjölskyldu sína á Akranesi eftir hina sex vikna dvöl í Suður-Afríku. „Mér semur svo vel við báðar systur mína eftir að ég kom heim. Við vorum alltaf að rífast," segir hún og hlær. „Maður er miklu þakklátari fyrir það sem maður hefur." Hún eignaðist margar vinkonur meðal hinna fegurðardísanna í keppninni sem hún ætlar að halda áfram sambandi við, þar á meðal ungfrú Ísrael sem var herbergisfélagi hennar. Sú stúlka ætlar meira að segja að koma í heimsókn til Íslands í sumar. Kaiane Aldorino frá Gíbraltar, sem var kjörin ungfrú heimur, var einnig ein af bestu vinkonum Guðrúnar. „Ég er þvílíkt ánægð með að hún vann. Hún er rosalega ekta. Þetta er góð stelpa sem er ekkert að þykjast því sumar stelpurnar settu bara upp leikrit. Hún var alveg rosalega góð stelpa og átti algjörlega skilið að vinna þetta." Guðrún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í keppninni en varð samt ekkert fyrir vonbrigðum. „Maður getur ekki horft á þetta þannig. Þeir skáru þetta svo rosalega mikið niður, alveg frá 112 stelpum niður í 16 þannig að líkurnar eru ekki miklar á að maður komist áfram. Ég man bara að við vorum ógeðslega fegnar eftir þetta því þetta var búið að vera svo lengi í gangi." Í byrjun næsta árs stefnir hún á að fara með móður sinni út fyrir landsteinana á rúnt um módelskrifstofur, þar á meðal eina sem er í London. „Ég ætla að kíkja út og sjá hvernig þetta fer. Þetta er rosalega virt skrifstofa og ljósmyndarinn sem er með hana er rosalega þekktur," segir hún en vill ekkert gefa frekar upp um málið að svo stöddu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Ungfrú Ísland, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, er nýkomin heim eftir sex vikna ævintýri í Suður-Afríku þar sem hún tók þátt í keppninni Ungfrú heimur. Guðrún Dögg segir að það hafi verið mjög góð reynsla að taka þátt í keppninni en engu að síður erfitt. „Við fengum ekki mikinn svefn. Við vorum alltaf uppstrílaðar og fínar allan daginn. Þetta var rosalega mikil keyrsla," segir hún. „En þetta var líka rosalega gaman. Ég fékk að sjá helling af hlutum sem ég hefði ekki fengið að sjá nema að hafa farið út," segir hún og nefnir safarí- og dýragarðsferð þar sem hún sá fíla, ljón og alls kyns skemmtileg dýr. Stúlkurnar heimsóttu einnig Soweto-fátækrahverfið í Jóhannesarborg, sem tók heldur betur á taugarnar. „Það var rosalega erfitt að sjá það. Maður áttaði sig á því hvað maður hefur það gott á Íslandi. Þótt það sé kreppa þá hefur maður húsaskjól og mat sem þetta fólk hefur ekki," segir hún. „Þarna úti er fólk ekki með rennandi vatn, rafmagn eða klósett. Það á ekki neitt. Ég lenti í því að það kom tólf ára strákur upp að mér og bað mig um pening fyrir mat. Það var alveg svakalega erfitt fyrir mig og ég brotnaði bara saman á staðnum." Guðrún Dögg bætir við að hún kunni betur að meta fjölskyldu sína á Akranesi eftir hina sex vikna dvöl í Suður-Afríku. „Mér semur svo vel við báðar systur mína eftir að ég kom heim. Við vorum alltaf að rífast," segir hún og hlær. „Maður er miklu þakklátari fyrir það sem maður hefur." Hún eignaðist margar vinkonur meðal hinna fegurðardísanna í keppninni sem hún ætlar að halda áfram sambandi við, þar á meðal ungfrú Ísrael sem var herbergisfélagi hennar. Sú stúlka ætlar meira að segja að koma í heimsókn til Íslands í sumar. Kaiane Aldorino frá Gíbraltar, sem var kjörin ungfrú heimur, var einnig ein af bestu vinkonum Guðrúnar. „Ég er þvílíkt ánægð með að hún vann. Hún er rosalega ekta. Þetta er góð stelpa sem er ekkert að þykjast því sumar stelpurnar settu bara upp leikrit. Hún var alveg rosalega góð stelpa og átti algjörlega skilið að vinna þetta." Guðrún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í keppninni en varð samt ekkert fyrir vonbrigðum. „Maður getur ekki horft á þetta þannig. Þeir skáru þetta svo rosalega mikið niður, alveg frá 112 stelpum niður í 16 þannig að líkurnar eru ekki miklar á að maður komist áfram. Ég man bara að við vorum ógeðslega fegnar eftir þetta því þetta var búið að vera svo lengi í gangi." Í byrjun næsta árs stefnir hún á að fara með móður sinni út fyrir landsteinana á rúnt um módelskrifstofur, þar á meðal eina sem er í London. „Ég ætla að kíkja út og sjá hvernig þetta fer. Þetta er rosalega virt skrifstofa og ljósmyndarinn sem er með hana er rosalega þekktur," segir hún en vill ekkert gefa frekar upp um málið að svo stöddu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“