Lífið

Jónsi og Alex sætastir

Í góðum hópi á árslista Out Samkvæmt aðaltímariti samkynhneigðra í Bandaríkjunum eru Jónsi og Alex sætasta parið.
Í góðum hópi á árslista Out Samkvæmt aðaltímariti samkynhneigðra í Bandaríkjunum eru Jónsi og Alex sætasta parið.

Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag er Sigur Rós víða með plötur á listum yfir bestu plötur áratugarins. Jónsi kemur sterkur inn sjálfur með Alex Somers kærastanum sínum, en þeir eru valdir sætasta parið af tímaritinu Out, vinsælasta tímariti samkynhneigðra í Bandaríkjunum.

Í nýjasta tölublaðinu má sjá hvaða hundrað manns segir að hafi bjargað árinu, að mati Out. Í umsögn er farið fögrum orðum um verk Jónsa og Alex, hvort heldur plötuna Riceboy Sleeps eða myndverk þeirra, sem hafa verið sýnd víða um heim. Þá er væntanlegar sólóplötu Jónsa, Go, getið, sem hann vann með Nico Muhly. Nico var sjálfur á lista Out yfir bestu tónlistarmennina árið 2007.

Aðrir sem prýða lista Out í ár eru meðal annars eitís-stjarnan Cyndi Lauper, sem er „bandamaður ársins“, kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodóvar, sem er „mesti daðrarinn“, grínistinn Wanda Sykes sem er skemmtikraftur ársins og Idol-stjarnan Adam Lambert, sem valinn var „út úr skápnum“ árins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.