Lífið

Fuller með nýjan þátt

með beckham Simon Fuller ásamt David Beckham á góðri stund.
með beckham Simon Fuller ásamt David Beckham á góðri stund.

Tónlistarmógúllinn Simon Fuller er að undirbúa nýjan raunveruleikaþátt sem verður sendur út á netinu og í útvarpinu. Þátturinn nefnist If I Can Dream, eða Ef ég gæti látið mig dreyma, og fjallar um líf þriggja ungra leikara, tónlistarmanns og fyrirsætu.

Áhorfendur verða hvattir til að tjá sig um þáttinn á netsíðunum Facebook og Myspace.

„If I Can Dream notast við nútímatækni þar sem áhorfendur geta í fyrsta sinn fyrir opnum tjöldum tengst raunverulegum atburðum á nýjan máta,“ sagði Fuller, sem er þekktastur sem umboðsmaður Beckham-hjónanna og framleiðandi American Idol-þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.