Lífið

Love úthúðar dóttur sinni á internetinu

VIll ekki vera nálægt móður sinni Francis Bean Cobain hefur farið fram á nálgunarbann við móður sinni.
VIll ekki vera nálægt móður sinni Francis Bean Cobain hefur farið fram á nálgunarbann við móður sinni.

Dóttir söngkonunnar Courtney Love fór fram á að föðuramma sín fengi forræði yfir henni þar til hún yrði sjálfráða. Dómur var felldur í málinu í vikunni þar sem föðurömmu Francis Bean Cobain var veitt forræði yfir stúlkunni þar til í vor, en þá verður Francis Bean átján ára gömul og sjálfráða. Þetta er í annað sinn sem Love missir forræðið yfir Francis Bean.

Love var afar ósátt við þennan úrskurð og notaði Facebook síðu sína til að úthúða dóttur sinni. „Ég vil ekki hljóma köld en hvaða barn sem hagar sér svona hefur misst stöðu sína. Hún er undirförul, hún laug og hún lýgur að sjálfri sér. Dóttir mín er ekki alltaf hreinskilin," skrifaði Love á síðu sinni sem fjöldi manns hafa aðgang að. Á síðunni heldur Love því einnig fram að móðir Kurts Cobain beri ábyrgð á dauða hans en lýkur færslunni með því að tjá Francis Bean ást sína.

Tvem dögum eftir að þessar færslur birtust var nálgunarbann úrskurðað á Love sem þýðir að hún má ekki hitta dóttur sína né reyna að hafa samband við hana fram að 5. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.