Lífið

Konur eiga orðið 2010

Konur eiga orðið Steinunn Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Laxness og Hildur Hermannsdóttir eigandi Sölku.Fréttablaðið/Daníel
Konur eiga orðið Steinunn Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Laxness og Hildur Hermannsdóttir eigandi Sölku.Fréttablaðið/Daníel
Það var góð stemning í bókaútgáfunni Sölku á föstudagskvöld þar sem dagatalsbókinni Konur eiga orðið 2010 var fagnað. Bókinni er ritstýrt af Kristínu Birgisdóttur og Myrra Leifsdóttir hannaði og myndskreytti, en í henni eru alls 64 hugrenningar kvenna á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Síðustu tvö árin rann hluti af ágóða sölunnar til rannsókna á þunglyndi kvenna á Íslandi en í ár rennur hluti ágóðans til Mæðrastyrksnefndar. Fjöldi kvenna kom saman til að fagna útgáfunni sem er nú orðin árlegur viðburður hjá Sölku. - ag
Á góðri stundu Kristin Jóna Þorsteinsdóttir, Hanna Halldórsdóttir og Hanna Birgisdóttir létu sig ekki vanta í kvennaboðið.
Dagatalsbók 2010 Þær Lilja, Fríða og Þórdís ræddu málin í boðinu þar sem nýútkominni dagatalsbók var fagnað.


FUllt hús Helga Björg, Eyrún og Þóra Geirlaugsdóttir voru meðal gesta í Sölku á föstudag.
Flott kvennaboð Fjöldi kvenna lagði leið sína í kvennaboðið til að fagna nýtútkominni dagatalsbók Konur eiga orðið 2010.
Ljúfir tónar María Magnúsdóttir söngkona tók lagið fyrir gesti í bókaútgáfunni Sölku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.