Af dugnaði Gerður Kristný skrifar 5. janúar 2009 14:44 Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Ég var því býsna ákveðin þegar ég bað manninn minn um að koma með á barnafataútsölu í Polarn o Pyret í Kringlunni á laugardagsmorgun. „Ef við verðum ekki komin kl. 10 getum við bara sleppt þessu!" sagði ég. Hann hló en leyfði mér samt að ráða. Klukkuna vantaði tvær mínútur í tíu þegar við mættum og um leið og maðurinn minn sá þessar þrjátíu konur sem þá þegar höfðu stillt sér upp við verslunardyrnar áttaði hann sig á alvöru málsins. Þetta var eina búðin í Kringlunni sem setið var um. Fram að opnun fór ég í huganum yfir stystu leiðir að flíkunum sem ég hafði gert lista yfir. Sá sem ekki útbýr lista kaupir bol í stað stígvéla, sokka í stað axlabanda. Þetta er útsalan sem fær keppnisskapið til að gjósa upp í mér og þegar ég heyrði konu segja kæruleysislega við aðra að hún væri „bara að fara að kaupa á barnabörnin" lá við að ég bæði um að henni yrði vísað burt. Þetta er ekkert „bara" neitt! Framtíð barnanna okkar er í húfi! Búðin var opnuð og ég öslaði í gegnum þvöguna að réttum hillum, greip flíkur í nokkrum númerum að velja úr, lét börnin máta, ráðfærði mig við eiginmanninn og fékk hann svo til að stilla sér upp í röð á meðan ég lauk við að velja restina. Við unnum saman eins og einn maður og lukum þessu á 24 mínútum. Ekkert naglakul hjá okkur. Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir jól höfðu fréttamenn spurt afgreiðslukonur hvort þjóðin keypti jafnmikið og fyrir ári. Þær héldu það nú: „Heyrðu, Íslendingar hafa verið mjög duglegir en ekki bara þeir því hingað kemur líka fullt af útlendingum og þeir hafa líka verið mjög duglegir." Ég hafði höggvið eftir því að orðið „duglegir" var notað í þessu sambandi og fundist það skrítið en þarna klukkan 10.24 þegar ég gekk aftur út úr Kringlunni sveiflandi innkaupapoka fékk ég á tilfinninguna að ég hefði einmitt verið mjög mjög mjög dugleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Ég var því býsna ákveðin þegar ég bað manninn minn um að koma með á barnafataútsölu í Polarn o Pyret í Kringlunni á laugardagsmorgun. „Ef við verðum ekki komin kl. 10 getum við bara sleppt þessu!" sagði ég. Hann hló en leyfði mér samt að ráða. Klukkuna vantaði tvær mínútur í tíu þegar við mættum og um leið og maðurinn minn sá þessar þrjátíu konur sem þá þegar höfðu stillt sér upp við verslunardyrnar áttaði hann sig á alvöru málsins. Þetta var eina búðin í Kringlunni sem setið var um. Fram að opnun fór ég í huganum yfir stystu leiðir að flíkunum sem ég hafði gert lista yfir. Sá sem ekki útbýr lista kaupir bol í stað stígvéla, sokka í stað axlabanda. Þetta er útsalan sem fær keppnisskapið til að gjósa upp í mér og þegar ég heyrði konu segja kæruleysislega við aðra að hún væri „bara að fara að kaupa á barnabörnin" lá við að ég bæði um að henni yrði vísað burt. Þetta er ekkert „bara" neitt! Framtíð barnanna okkar er í húfi! Búðin var opnuð og ég öslaði í gegnum þvöguna að réttum hillum, greip flíkur í nokkrum númerum að velja úr, lét börnin máta, ráðfærði mig við eiginmanninn og fékk hann svo til að stilla sér upp í röð á meðan ég lauk við að velja restina. Við unnum saman eins og einn maður og lukum þessu á 24 mínútum. Ekkert naglakul hjá okkur. Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir jól höfðu fréttamenn spurt afgreiðslukonur hvort þjóðin keypti jafnmikið og fyrir ári. Þær héldu það nú: „Heyrðu, Íslendingar hafa verið mjög duglegir en ekki bara þeir því hingað kemur líka fullt af útlendingum og þeir hafa líka verið mjög duglegir." Ég hafði höggvið eftir því að orðið „duglegir" var notað í þessu sambandi og fundist það skrítið en þarna klukkan 10.24 þegar ég gekk aftur út úr Kringlunni sveiflandi innkaupapoka fékk ég á tilfinninguna að ég hefði einmitt verið mjög mjög mjög dugleg.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun