Framar á flestum sviðum? Þorvaldur Gylfason skrifar 26. mars 2009 06:00 Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér. Nokkrum dögum síðar tók ný ríkisstjórn við völdum og boðaði til alþingiskosninga. Nýja stjórnin hefur gengið að ýmsum helztu kröfum mótmælenda. Bankastjórn Seðlabankans var vikið frá með nýjum lögum um bankann og einnig stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Enn sem komið er hefur enginn þeirra, sem bera þyngsta ábyrgð á bankahruninu, beðizt afsökunar, en ýmsir þeirra þurftu þó loksins að víkja fyrir nýju fólki. Stöldrum nú sem snöggvast við einn hóp: eigendur og stjórnendur stórfyrirtækja. Eigendur og stjórnendur bankanna eru efni í aðra grein. SjálftökumennÍ skýrslu Viðskiptaráðs hálfu ári fyrir hrun segir svo: „Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum." Þessi orð ráðsmanna vitna hvorki um auðmýkt né næman skilning á, að hagkerfið var á fleygiferð fram af bjargbrúninni. Þau vitna jafnframt um skeytingarleysi um þá staðreynd, að Ísland sagði sig einmitt úr lögum við önnur Norðurlönd með því að lögleiða mjög aukna misskiptingu ráðstöfunartekna heimilanna, svo sem upplýsingar ríkisskattstjóra og annarra sýna ljóslega. Gamla stjórnin þrætti fyrir þessa þróun.En ríkisskattstjóraembættið herðir nú enn á boðskapnum í tímariti embættisins, Tíund, en þar segja ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri í forustugrein: „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár." Hafi einhver efazt í alvöru um aukna misskiptingu á Íslandi fyrir hrun, ættu augu þeirra nú að hafa opnazt upp á gátt. AuðmýktÍ bandarískum fyrirtækjum hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna á heildina litið hækkað úr 30 árið 1970 í næstum 300 nú. Sambærilegar tölur um Ísland eru ekki til, en leitnin virðist hafa verið svipuð. Tökum dæmi til að lýsa ástandinu. Viðskiptaráð birti 2006 stutta skýrslu þess efnis, að bankarnir og viðskiptalífið væru á grænni grein, og greiddi öðrum tveggja höfunda skýrslunnar 135 þúsund Bandaríkjadollara (15 milljónir króna) fyrir ómakið samkvæmt frásögn Wall Street Journal. Ætla má, að aðrar þóknanir Viðskiptaráðs fyrir ámóta viðvik hafi verið svipaðar. Fjárhagskröggur fyrirtækjanna í landinu þarf að skoða í þessu ljósi.Ekki virðast stjórnendur Viðskiptaráðs eða einstakra fyrirtækja innan vébanda þess þó hafa séð ástæðu til að axla ábyrgð á óráðsíunni með því að víkja fyrir nýju fólki svo sem Gylfi Magnússon lýsti eftir á Austurvelli. Myndi krafa fyrirtækjanna um lægri vexti ekki hljóma betur, ef stjórnendur þeirra fengjust til að viðurkenna, að ofurlaun þeirra, kaupréttir, starfslokasamningar og önnur sjálftaka voru mistök? Mörg fyrirtæki þurfa að skipta um bæði eigendur og stjórnendur, sum að undangengnu gjaldþroti. Mörgum öðrum fyrirtækjum dugir að ráða nýja stjórnendur með nýtt viðhorf og hugarfar. Hæfileg auðmýkt meðal forustumanna atvinnulífsins myndi greiða fyrir sáttfýsi fólksins í landinu og flýta fyrir nauðsynlegri endurheimt trausts innan lands og út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér. Nokkrum dögum síðar tók ný ríkisstjórn við völdum og boðaði til alþingiskosninga. Nýja stjórnin hefur gengið að ýmsum helztu kröfum mótmælenda. Bankastjórn Seðlabankans var vikið frá með nýjum lögum um bankann og einnig stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Enn sem komið er hefur enginn þeirra, sem bera þyngsta ábyrgð á bankahruninu, beðizt afsökunar, en ýmsir þeirra þurftu þó loksins að víkja fyrir nýju fólki. Stöldrum nú sem snöggvast við einn hóp: eigendur og stjórnendur stórfyrirtækja. Eigendur og stjórnendur bankanna eru efni í aðra grein. SjálftökumennÍ skýrslu Viðskiptaráðs hálfu ári fyrir hrun segir svo: „Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum." Þessi orð ráðsmanna vitna hvorki um auðmýkt né næman skilning á, að hagkerfið var á fleygiferð fram af bjargbrúninni. Þau vitna jafnframt um skeytingarleysi um þá staðreynd, að Ísland sagði sig einmitt úr lögum við önnur Norðurlönd með því að lögleiða mjög aukna misskiptingu ráðstöfunartekna heimilanna, svo sem upplýsingar ríkisskattstjóra og annarra sýna ljóslega. Gamla stjórnin þrætti fyrir þessa þróun.En ríkisskattstjóraembættið herðir nú enn á boðskapnum í tímariti embættisins, Tíund, en þar segja ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri í forustugrein: „Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo kunni að hafa verið og að afleiðingar þeirra gjörninga verði upplifun landsmanna um ókomin ár." Hafi einhver efazt í alvöru um aukna misskiptingu á Íslandi fyrir hrun, ættu augu þeirra nú að hafa opnazt upp á gátt. AuðmýktÍ bandarískum fyrirtækjum hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna á heildina litið hækkað úr 30 árið 1970 í næstum 300 nú. Sambærilegar tölur um Ísland eru ekki til, en leitnin virðist hafa verið svipuð. Tökum dæmi til að lýsa ástandinu. Viðskiptaráð birti 2006 stutta skýrslu þess efnis, að bankarnir og viðskiptalífið væru á grænni grein, og greiddi öðrum tveggja höfunda skýrslunnar 135 þúsund Bandaríkjadollara (15 milljónir króna) fyrir ómakið samkvæmt frásögn Wall Street Journal. Ætla má, að aðrar þóknanir Viðskiptaráðs fyrir ámóta viðvik hafi verið svipaðar. Fjárhagskröggur fyrirtækjanna í landinu þarf að skoða í þessu ljósi.Ekki virðast stjórnendur Viðskiptaráðs eða einstakra fyrirtækja innan vébanda þess þó hafa séð ástæðu til að axla ábyrgð á óráðsíunni með því að víkja fyrir nýju fólki svo sem Gylfi Magnússon lýsti eftir á Austurvelli. Myndi krafa fyrirtækjanna um lægri vexti ekki hljóma betur, ef stjórnendur þeirra fengjust til að viðurkenna, að ofurlaun þeirra, kaupréttir, starfslokasamningar og önnur sjálftaka voru mistök? Mörg fyrirtæki þurfa að skipta um bæði eigendur og stjórnendur, sum að undangengnu gjaldþroti. Mörgum öðrum fyrirtækjum dugir að ráða nýja stjórnendur með nýtt viðhorf og hugarfar. Hæfileg auðmýkt meðal forustumanna atvinnulífsins myndi greiða fyrir sáttfýsi fólksins í landinu og flýta fyrir nauðsynlegri endurheimt trausts innan lands og út á við.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun