Körfubolti

Brenton hefur aðeins tvisvar spilað "betur" í lokaúrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brenton Birmingham hefur sjaldan verið betri en á mánudaginn.
Brenton Birmingham hefur sjaldan verið betri en á mánudaginn. Mynd/Daníel

Brenton Birmingham átti frábæran leik í 100-88 sigri Grindavíkur á KR í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á mánudagskvöldið. Brenton skilað 36 framlagsstigum til síns liðs og hefur aðeins tvisvar sinnum verið með hærra framlag í hinum 25 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.

Brenton fékk 42 í framlagi í 96-71 Njarðvíkur á Tindastól á Króknum 17. apríl 2001 en með þeim sigri tryggði liðið sér Íslandsmeistaratitilinn. Brenton náði fjórfaldri tvennu í leiknum, var með 28 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta. Brenton hitti líka úr 10 af 18 skotum sínum (55,6 prósent)

Brenton fékk 39 í framlagi í 90-108 tapi gegn Keflavík 18. apríl 1999. Brenton var með 32 stig í leiknum en hann hitti úr 10 af 14 skotum og 12 af 14 vítum sínum. Brenton var auk þess með 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Brenton hefur einnig tvisvar fengið 36 í framlagi, fyrst í öðrum leik á móti Keflavík 15. apríl 1999 (36 stig, 11 fráköst) og svo í þriðja leik á móti Skallagrími 15. apríl 2006 (32 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar).

Þess má geta að Brenton hefur verið með 20 í framlagi í 20 af 26 leikjum sínum í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og í átta þeirra hefur hann verið með framlag upp á 30 eða meira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×