Tveir sköllóttir Einar Már Jónsson skrifar 15. júní 2009 06:00 Fyrri hluta dags þegar Evrópukosningarnar svokölluðu stóðu yfir leit ég inn í kjördeild í París, og var þar eyðilegt um að lítast. Þegar mjög illa er mætt á einhverjum stað segja Frakkar gjarnan í niðrandi tón að þangað hafi ekki komið nema „tveir sköllóttir og þrír snoðaðir"; það eru þó allavega fimm manns samtals, en í kjördeildinni voru ekki nema þessir tveir sköllóttu komnir til að kjósa, annar á leiðinni út og hinn á leiðinni inn. Þá þótti mér sýnt að þátttakan í þessum kosningum myndi ekki verða yfirmáta mikil, og þó höfðu franskir fjölmiðlar ekkert til þess sparað dagana og vikurnar á undan til að koma þeirri hugmynd inn hjá kjósendum að Evrópuþingið væri lífsnauðsynleg stofnun, þar réðust örlög alheims og veraldarheill væri undir því komin að allir greiddu atkvæði. Um kvöldið, þegar verið var að birta kosningaúrslit og þuldar voru upp tölur úr ýmsum kjördæmum, hlutfallstölur flokka hér og þar og í landinu öllu, þurfti talsverða þolinmæði til að bíða eftir fréttunum um kosningaþátttöku. Venjulega er þeim tölum ekki stungið undir stól, en nú var þeim rétt skotið inn í endann á öðru eins og algeru aukaatriði. Og þær voru eins og búast mátti við: sextíu af hundraði kjósenda höfðu tekið þann kost að sitja heima, sú hlutfallstala hafði stöðugt farið hækkandi síðan þessar Evrópukosningar voru teknar upp og aldrei verið hærri en nú. Þetta var nokkuð auðskilið ef menn höfðu lesið blöðin dagana á undan, ekki fréttir og greinar sem kyrjuðu jafnan sama Evrópusönginn heldur lesendabréf, en það eru sennilega helst þau sem endurspegla nú skoðanir almennings. Þannig rifjaði einn bréfritari upp að Frakkar hefðu þegar fengið að greiða atkvæði um hina svokölluðu Evrópustjórnarskrá og hafnað henni, eigi að síður hefðu stjórnmálamenn hundsað þann skýra vilja og laumast til að samþykkja þessa sömu stjórnarskrá námast óbreytta á þingfundi - það þótti ekki þorandi að láta kjósa aftur, eins og nú á að gera á Írlandi. Í ljósi þessa sagði bréfritarinn að það væri borgaraleg skylda að sitja hjá í Evrópukosningunum. Þegar þetta var tekið með í reikninginn fengu orðræður fréttaskýrenda dálítið annan hljóm. Hjá þeim var efst á blaði hvað stjórnarflokkurinn, flokkur Sarkozys, hefði náð góðum árangri í kosningunum, fengið 28 af hundraði atkvæða, og töldu þeir það merki um að forsetinn væri alls ekki eins óvinsæll og sumir vildu vera láta, kjósendur styddu hann og vildu að hann héldi "umbótum" sínum áfram. Nú eru 28 af hundraði nokkuð lagleg tala í sjálfu sér, en 28 prósent af 40 prósentum eru svo sem enginn stormandi stórsigur, eins og hver og einn getur reiknað út. Ýmislegt annað sem sagt var mátti þó frekar til sanns vegar færa. Með sín rúmlega 16 af hundraði atkvæða beið franski sósíalistaflokkurinn tvímælalaust afhroð í kosningunum, eins og allir lögðu áherslu á, en svo var ekki að heyra að nokkur gæti komið fram með neina skynsamlega skýringu á því, og þó lá hún í augum uppi. Síðan flokkurinn gleypti frjálshyggjuna með húð og hári árið 1997, þegar Jospin tók við völdum, hefur hann legið í lamasessi, og eftir hrun frjálshyggjunnar stendur hann allsber í hríðinni og hefur enga sannfærandi stefnu til að klæða sig í. Þegar Martine Aubry, leiðtogi flokksins, kom fram kosningakvöldið og talaði grátklökk um nauðsyn þess að berjast gegn valtara frjálshyggjunnar, var eins og tómahljóð í röddinni og ólíklegt að margir gætu trúað á þessa nýju kúvendingu; ýmsir myndu vafalaust spyrja hvort ekki hefði mátt byrja fyrr. En ótvíræðir sigurvegarar kosninganna voru tvímælalaust „græningjarnir" undir öruggri forystu Daniels Cohn-Bendit - sem nú er kominn í fremstu línu stjórnmálanna rúmum fjórum áratugum eftir að hann gerði garðinn frægan í maí "68 - og Evu Joly. Sá sigur kom þó ekki til af atkvæðatölunni sjálfri, þótt listar „græningjanna" fengju að vísu sextán af hundraði og rækju tærnar, stundum nokkuð óþyrmilega, í hælinn á sósíalistum, heldur af mjög mikilli fylgisaukningu og því hvað þeir fengu smám saman mikinn byr í seglin þegar leið að kosningunum. Í ræðum þeirra var nýr tónn, menn tóku eftir því að þeir forðuðust að eyða orðum í Sarkozy og töluðu um það sem máli skipti. Nægir þetta til að vekja einhvern áhuga á Evrópuþinginu? Þeir eru a.m.k. til sem láta sig málefni Evrópusambandsins miklu skipta. Í lesendabréfi í „Le Monde" var bent á að þegar Tyrkir gengju í það næði það langt út fyrir hin eiginlegu landamæri álfunnar, því Tyrkland væri að mestu leyti í Asíu, og þá þyrfti að velja sambandinu nýtt heiti. Nú mætti vel treysta á fundvísi stjórnmálamanna á því sviði, en bréfritarinn kom samt með tvær uppástungur um nafn, önnur var „Evrottómanía", hin „Tyrkevróstan". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Fyrri hluta dags þegar Evrópukosningarnar svokölluðu stóðu yfir leit ég inn í kjördeild í París, og var þar eyðilegt um að lítast. Þegar mjög illa er mætt á einhverjum stað segja Frakkar gjarnan í niðrandi tón að þangað hafi ekki komið nema „tveir sköllóttir og þrír snoðaðir"; það eru þó allavega fimm manns samtals, en í kjördeildinni voru ekki nema þessir tveir sköllóttu komnir til að kjósa, annar á leiðinni út og hinn á leiðinni inn. Þá þótti mér sýnt að þátttakan í þessum kosningum myndi ekki verða yfirmáta mikil, og þó höfðu franskir fjölmiðlar ekkert til þess sparað dagana og vikurnar á undan til að koma þeirri hugmynd inn hjá kjósendum að Evrópuþingið væri lífsnauðsynleg stofnun, þar réðust örlög alheims og veraldarheill væri undir því komin að allir greiddu atkvæði. Um kvöldið, þegar verið var að birta kosningaúrslit og þuldar voru upp tölur úr ýmsum kjördæmum, hlutfallstölur flokka hér og þar og í landinu öllu, þurfti talsverða þolinmæði til að bíða eftir fréttunum um kosningaþátttöku. Venjulega er þeim tölum ekki stungið undir stól, en nú var þeim rétt skotið inn í endann á öðru eins og algeru aukaatriði. Og þær voru eins og búast mátti við: sextíu af hundraði kjósenda höfðu tekið þann kost að sitja heima, sú hlutfallstala hafði stöðugt farið hækkandi síðan þessar Evrópukosningar voru teknar upp og aldrei verið hærri en nú. Þetta var nokkuð auðskilið ef menn höfðu lesið blöðin dagana á undan, ekki fréttir og greinar sem kyrjuðu jafnan sama Evrópusönginn heldur lesendabréf, en það eru sennilega helst þau sem endurspegla nú skoðanir almennings. Þannig rifjaði einn bréfritari upp að Frakkar hefðu þegar fengið að greiða atkvæði um hina svokölluðu Evrópustjórnarskrá og hafnað henni, eigi að síður hefðu stjórnmálamenn hundsað þann skýra vilja og laumast til að samþykkja þessa sömu stjórnarskrá námast óbreytta á þingfundi - það þótti ekki þorandi að láta kjósa aftur, eins og nú á að gera á Írlandi. Í ljósi þessa sagði bréfritarinn að það væri borgaraleg skylda að sitja hjá í Evrópukosningunum. Þegar þetta var tekið með í reikninginn fengu orðræður fréttaskýrenda dálítið annan hljóm. Hjá þeim var efst á blaði hvað stjórnarflokkurinn, flokkur Sarkozys, hefði náð góðum árangri í kosningunum, fengið 28 af hundraði atkvæða, og töldu þeir það merki um að forsetinn væri alls ekki eins óvinsæll og sumir vildu vera láta, kjósendur styddu hann og vildu að hann héldi "umbótum" sínum áfram. Nú eru 28 af hundraði nokkuð lagleg tala í sjálfu sér, en 28 prósent af 40 prósentum eru svo sem enginn stormandi stórsigur, eins og hver og einn getur reiknað út. Ýmislegt annað sem sagt var mátti þó frekar til sanns vegar færa. Með sín rúmlega 16 af hundraði atkvæða beið franski sósíalistaflokkurinn tvímælalaust afhroð í kosningunum, eins og allir lögðu áherslu á, en svo var ekki að heyra að nokkur gæti komið fram með neina skynsamlega skýringu á því, og þó lá hún í augum uppi. Síðan flokkurinn gleypti frjálshyggjuna með húð og hári árið 1997, þegar Jospin tók við völdum, hefur hann legið í lamasessi, og eftir hrun frjálshyggjunnar stendur hann allsber í hríðinni og hefur enga sannfærandi stefnu til að klæða sig í. Þegar Martine Aubry, leiðtogi flokksins, kom fram kosningakvöldið og talaði grátklökk um nauðsyn þess að berjast gegn valtara frjálshyggjunnar, var eins og tómahljóð í röddinni og ólíklegt að margir gætu trúað á þessa nýju kúvendingu; ýmsir myndu vafalaust spyrja hvort ekki hefði mátt byrja fyrr. En ótvíræðir sigurvegarar kosninganna voru tvímælalaust „græningjarnir" undir öruggri forystu Daniels Cohn-Bendit - sem nú er kominn í fremstu línu stjórnmálanna rúmum fjórum áratugum eftir að hann gerði garðinn frægan í maí "68 - og Evu Joly. Sá sigur kom þó ekki til af atkvæðatölunni sjálfri, þótt listar „græningjanna" fengju að vísu sextán af hundraði og rækju tærnar, stundum nokkuð óþyrmilega, í hælinn á sósíalistum, heldur af mjög mikilli fylgisaukningu og því hvað þeir fengu smám saman mikinn byr í seglin þegar leið að kosningunum. Í ræðum þeirra var nýr tónn, menn tóku eftir því að þeir forðuðust að eyða orðum í Sarkozy og töluðu um það sem máli skipti. Nægir þetta til að vekja einhvern áhuga á Evrópuþinginu? Þeir eru a.m.k. til sem láta sig málefni Evrópusambandsins miklu skipta. Í lesendabréfi í „Le Monde" var bent á að þegar Tyrkir gengju í það næði það langt út fyrir hin eiginlegu landamæri álfunnar, því Tyrkland væri að mestu leyti í Asíu, og þá þyrfti að velja sambandinu nýtt heiti. Nú mætti vel treysta á fundvísi stjórnmálamanna á því sviði, en bréfritarinn kom samt með tvær uppástungur um nafn, önnur var „Evrottómanía", hin „Tyrkevróstan".
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun