Körfubolti

Sigurður: KR tapar ekki oft tvisvar sinnum í röð

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. Mynd/Arnþór

„Þetta var skemmtilegt og góð pæling hjá okkur að vinna KR tvisvar sinnum á stuttum tíma.

KR er með frábært lið og á ekki oft eftir að tapa tvisvar sinnum í röð. Þetta var bara annars alveg eins og bikarleikir eiga að vera. Þetta var mjög kaflaskipti og bæði lið lentu í miklum villuvandræðum en við náðum sem betur fer að klára þetta.

Við vorum að gera þetta saman og gera þetta á fullu og það skilar yfirleitt árangri," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir 90-86 sigur liðs síns gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikarsins í Njarðvík í kvöld.

Þetta var annar sigur Njarðvíkur gegn KR á tæpri viku en Sigurður er þó með báða fætur fasta á jörðinni.

„Þessir sigrar gefa okkur vissulega gott sjálfstraust upp á framhaldið en við þurfum að halda okkur alveg á jörðunni. Næsti leikur gegn Hamar verður erfiður og við þurfum að vera klárir í hann," sagði Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×