Sport

Cotto: Mér er alveg sama hvað veðbankarnir segja

Ómar Þorgeirsson skrifar
Miguel Cotto.
Miguel Cotto. Nordic photos/AFP

WBO-veltivigtarmeistarinn Miguel Cotto frá Púertó Ríkó er hvergi banginn fyrir bardaga sinn gegn Manny „Pac-Man" Pacquiao frá Filippseyjum þann 14. nóvember.

Þrátt fyrir að Cotto sé núverandi meistari í sínum þyngdarflokki þá telja veðbankar Pacquiao mun líklegri til þess að vinna.

Filippseyingurinn er reyndar að færa sig upp um þyngdarflokk fyrir bardagann en er vitanlega margfaldur meistari í léttveltivigt, fjaðurvigt og super fjaðurvigt.

Sú staðreynd að Pacquaio hefur nánast niðurlægt síðustu tvo andstæðinga sína, Ricky Hatton og Oscar De La Hoya, í hringnum útskýrir einnig stuðla veðbankanna fyrir bardagann.

„Ég veit ekkert um veðmál og mér er alveg sama hvað veðbankar segja fyrir bardagann. Ég hef lagt mig allan fram við æfingar fyrir bardagann og ætla að sína það þegar í hringinn er komið. Ég er tilbúinn fyrir allt sem Manny mun bjóða upp á í hringnum. Hans geta snýst um meira en bara hraða og ég er tilbúinn," er haft eftir Cotto.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×