Sport

Fríða Rún náði besta árangrinum á EM - endaði í 49. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu.
Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu. Mynd/Valli

Íslensku stelpurnar luku keppni í gær á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Mílanó á Ítalíu. Nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut, Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu, náði bestum árangri þegar hún varð í 49. sæti í fjölþraut.

83 stúlkur voru skráðar til keppni á EM og 59 þeirra kepptu á öllum áhöldum. Fríða Rún lenti eins og áður sagði í 49. sæti, Thelma Rut Hermannsdóttir varð í 51. sæti, Sigrún Dís Tryggvadóttir endaði í 52. sæti og Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir varð síðan í 58.sæti.

Sigrún Dís náði sínum besta árangri á móti þetta árið en allar koma þessar stelpur úr Gerplu. Strákarnir hófu keppni í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×