„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 14:31 Mohamed Salah hitti í mark í dag þegar Liverpool vann Ipswich, 2-0. Getty/Bradley Collyer Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“ Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
„Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“
Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira