Körfubolti

Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rahshon Clark í leik með Iowa State.
Rahshon Clark í leik með Iowa State. Mynd/AP

Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni.

Rahshon Clark, sem er frá er Queens í New York, er 198 sm á hæð, 95 kg og spilar sem framherji eða skotbakvörður. Hann er með rosalega stökkkraft, mikill orkubolti og rómaður varnarmaður.

Rahshon er einn af fjölhæfari leikmönnum í sögu Iowa State og eini leikmaðurinn í sögu Big 12 deildarinnar til að skora meira en 1.000 stig (1075), skora yfir 100 þriggja stiga körfur (102) og verja yfir 100 skot (109) þau fjögur ár sem hann spilaði fyrir skólann.

Rahshon Clark var með 8,7 stig, 5,4 fráköst, 1,16 varin skot og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í 123 leikjum sínum fyrir Iowa State.

Hér má sjá myndband yfir tíu bestu troðslur kappans með Iowa State.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×