Sport

Ísland tók 13. sætið eftir sigur gegn Hollandi í tvíframlengdum leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Mynd/Stefán

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands enduðu HM í Egyptalandi með stæl þegar þeir unnu 39-38 sigur gegn Hollandi í tvíframlengdum leik um 13. sæti keppninnar.

Ísland var yfir 16-14 í hálfleik en staðan var 30-30 eftir venjulegan leiktíma og 34-34 eftir framlengingu.

Anton Rúnarsson tryggði Íslandi svo sigurinn með marki á lokasekúndunum en með sigrinum vann íslenska liðið svokallaðan forsetabikar fyrir 13. sæti keppninnar en tólf efstu liðin fóru í milliriðla.

Mörk Íslands:

Ólafur Gústafsson 10, Rúnar Kárason 10, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Þröstur Þráinsson 2, Oddur Grétarsson 2, Anton Rúnarsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1 og Guðmundur Árni Ólafsson 1.

Í markinu varði Sveinbjörn Pétursson 12 bolta og Aron Rafn Eðvarsson 8.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×