Nýtt tækifæri Gerður Kristný skrifar 19. janúar 2009 03:00 Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Mér fannst skemmtilegt að ná aftur sambandi við bekkjarsystkini sem ég hef sum ekki hitt svo árum skiptir og eru jafnvel flutt úr landi. Það er gaman að geta vafrað inn í líf þeirra, sjá hvað þau hafa fyrir stafni, athuga hverja þau þekkja og hvort þau séu ekki örugglega svolítið glöð. Það mátti svo sem sjá fyrir hverjir ættu eftir að sýna mestan lit inni á Snjáldur-skjóðunni, hverjir myndu færa oftast inn athugasemdir og fréttir úr eigin lífi. Við höfum í raun lítið breyst á 25 árum - og þó. Á sínum tíma var ég fegin að útskrifast úr þessum bekk. Þegar ég heyri fólk sem alist hefur upp í þorpum úti á landi segja frá þeim takmarkalausa smábæjarbrag sem þar viðgengst með tilheyrandi uppnefnum og niðurrifi veit ég nákvæmlega um hvað það er að tala. Í skólanum mínum gátu atburðir elt fólk úr sjö ára bekk upp í þann níunda. Það var engin leið að hrista af sér leiðinleg atvik eða fjarstæðukenndan söguburð. Allir voru fastir í rullum sem þeir komust ekki úr. Á snjáldurskjóðunni fáum við tækifæri til að byrja upp á nýtt. Í síðustu viku bættist ein bekkjarsystirin við og óskaði eftir að fá að bætast við minn vinafjöld. Ég hélt það nú og stakk upp á henni sem vini við alla hina úr árganginum. Skyndilega varð mér ljóst að það er nákvæmlega þannig sem ég vona að móttökurnar verði þegar ég dey. Kunnugleg andlit bjóði mig velkomna og leiði mig hikstalaust inn í hópinn. Síðan á tíminn eftir að líða við leik og söng svona eins og á Þjóðhátíð. Kannski á samt einhver eftir að leggja frá sér lundann og spyrja hvar hinn eða þessi sé, hvort hann eða hún ætti ekki að vera komin/n. Þá yppum við hin bara öxlum og svörum: „Æ, ætli þau hafi ekki bara farið á hinn staðinn. Þau voru jú alltaf að stríða." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Mér fannst skemmtilegt að ná aftur sambandi við bekkjarsystkini sem ég hef sum ekki hitt svo árum skiptir og eru jafnvel flutt úr landi. Það er gaman að geta vafrað inn í líf þeirra, sjá hvað þau hafa fyrir stafni, athuga hverja þau þekkja og hvort þau séu ekki örugglega svolítið glöð. Það mátti svo sem sjá fyrir hverjir ættu eftir að sýna mestan lit inni á Snjáldur-skjóðunni, hverjir myndu færa oftast inn athugasemdir og fréttir úr eigin lífi. Við höfum í raun lítið breyst á 25 árum - og þó. Á sínum tíma var ég fegin að útskrifast úr þessum bekk. Þegar ég heyri fólk sem alist hefur upp í þorpum úti á landi segja frá þeim takmarkalausa smábæjarbrag sem þar viðgengst með tilheyrandi uppnefnum og niðurrifi veit ég nákvæmlega um hvað það er að tala. Í skólanum mínum gátu atburðir elt fólk úr sjö ára bekk upp í þann níunda. Það var engin leið að hrista af sér leiðinleg atvik eða fjarstæðukenndan söguburð. Allir voru fastir í rullum sem þeir komust ekki úr. Á snjáldurskjóðunni fáum við tækifæri til að byrja upp á nýtt. Í síðustu viku bættist ein bekkjarsystirin við og óskaði eftir að fá að bætast við minn vinafjöld. Ég hélt það nú og stakk upp á henni sem vini við alla hina úr árganginum. Skyndilega varð mér ljóst að það er nákvæmlega þannig sem ég vona að móttökurnar verði þegar ég dey. Kunnugleg andlit bjóði mig velkomna og leiði mig hikstalaust inn í hópinn. Síðan á tíminn eftir að líða við leik og söng svona eins og á Þjóðhátíð. Kannski á samt einhver eftir að leggja frá sér lundann og spyrja hvar hinn eða þessi sé, hvort hann eða hún ætti ekki að vera komin/n. Þá yppum við hin bara öxlum og svörum: „Æ, ætli þau hafi ekki bara farið á hinn staðinn. Þau voru jú alltaf að stríða."
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun