Bjarni: Ég var lélegur en dómararnir eyðilögðu leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 17:58 Bjarni Fritzson, leikmaður FH. Mynd/Daníel Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega." Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Bjarni Fritzson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks sinna manna í FH gegn Fram í dag, þeim Ingvari Guðjónssyni og Jónasi Elíassyni. FH tapaði fyrir Fram í dag, 30-26, og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni. Fram byrjaði leikinn mun betur en FH vann sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og átti möguleika á að jafna metin undir lokin, þó það hafi ekki tekist. „Þetta var mér að kenna. Ég var að spila minn lélegasta leik í vetur," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég var að klikka á fáránlega mörgum færum. Ég var að brjótast vel í gegn en náði bara ekki að skora. Þetta var mjög svekkjandi." Bjarni sagði enn fremur að það hafi erfitt að spila sjö á móti níu og átti þar við að dómararnir hafi verið með Fram í liði. „Ég gagnrýndi þessa dómara harðlega eftir síðasta leik sem þeir dæmdi hjá okkur sem var gegn Val. Þeir eyðilögðu þann leik fyrir okkur. Svo komu þeir í þennan leik í dag með álíka frammistöðu." „Það var ýmislegt að. Þeir dæmdu á mig fót þegar boltinn kom ekki vð mig. Svo þegar við vorum að komast í hálffæri og brotið á okkur var ekkert dæmt. En svo alltaf dæmt hinum megin." „Þetta eru Fram-dómarar og settir á leik í Fram-heimilinu. Hvaða bjáni er að raða þessu niður?" „Við áttum ekki séns í þessum leik og þeir tóku greinilega gagnrýninni eftir síðasta leik mjög illa. Þegar ég sagði þeim eftir leik hversu slakir þeir voru minntust þeir á að ég hafi líka sagt það eftir síðasta leik." „Ég get sjálfur tekið gagnrýni. Ég var ömurlegur í þessum leik. Það sem ég geri þá er að reyna að bæta mig í næsta leik en ekki hefna mín á þeim sem var að segja eitthvað um mig eftir síðasta leik." „Þetta var mjög kjánalegt og því miður þurftu þeir að koma inn í þennan leik og skemma hann." „En fyrst og fremst klúðruðum við sjálfir þessum leik og þá helst ég persónulega."
Olís-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira