Réttlátir skattar eða táknrænir Jón Kaldal skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi", og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða. Ekki fer á milli mála að hátekjuskattur er hluti af þeim hugmyndum. Erfiðara er hins vegar að sjá hvar réttlæti kemur þar við sögu. Vandamálið er að það sem stjórnmálamennirnir hafa kallað hátekjur hafa risið illa undir þeirri nafngift eins og dæmin sanna. Skattaárið 2004 lagðist til dæmis auka fjögurra prósenta skattur á laun sem fóru yfir 4,2 milljónir á ársgrundvelli. Það þýddi að hver sá sem fór yfir 350 þúsund krónur á mánuði var orðinn hátekjumaður í augum skattsins. Lítið réttlæti í því. Vandamálið við hátekjuskatt er að til þess að hann skili ríkinu tekjum, sem skipta máli, þarf að leggja hann á laun, sem aðrir en stjórnmálamenn myndu kalla meðaltekjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði þetta á skorinorðan hátt í viðtali við mbl.is síðastliðinn desember. Hátekjuskattur skilar litlu í ríkissjóð, hann er fyrst og fremst „táknrænn" sagði hún og bætti við að vel gæti komið til greina að leggja á slíkan skatt. Hnykkti ýmsum við þessi orð formanns Samfylkingarinnar. Þóttu þau ekki við hæfi leiðtoga stærsta jafnaðarmannaflokks landsins. En sannleikurinn getur oft verið óþægilegur. Hátekjuskattur, sem stendur raunverulega undir nafni: skattur á háar tekjur en ekki miðlungs, er eins og Ingibjörg orðaði það, fyrst og fremst táknrænn. Ef þeir stjórnmálamenn, sem ætla að móta nýja Ísland, vilja senda út skilaboð um að munur á lægstu launum og þeim hæstu eigi ekki að vera meiri en til dæmis tífaldur, þá er hægt að nota skattkerfið til þess. Ríkið myndi þá taka hraustlegan skerf af launum sem færu yfir þau mörk. Slík aðgerð væri þó fyrst og fremst tilraun til að móta hvernig samfélag á að vera hér en myndi litlu skipta fyrir tekjur ríkisins. Það er kostur við núverandi tekjuskattskerfi að það er tiltölulega einfalt. Kerfið byggir á samspili persónuafsláttar og tekjuskattshlutfalls en hugmyndin á bak við persónuafsláttinn er tvíþætt. Annars vegar á fólk ekki að borga tekjuskatt af lágmarksframfærslutekjum og hins vegar er hann tæki til tekjujöfnunar. Þannig borga hinir tekjulægstu engan skatt og tekjulágir hlutfallslega minna en tekjuháir. Þegar bækur skattayfirvalda eru skoðaðar blasir við brýnna viðfangsefni fyrir stjórnmálamenn, sem hafa áhuga á velferð, en að hækka skatta á þá sem hafa hæstar tekjur. Þetta er sú staðreynd að um þriðjungur atvinnubærra Íslendinga er með laun undir skattleysismörkum og borgar því alls engan tekjuskatt. Það er réttlætismál að bæta hag þeirra. Að auka skattlagningu á hina sem þegar standa undir tekjuskattskerfinu er það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Loforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlátara skattkerfi", og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða. Ekki fer á milli mála að hátekjuskattur er hluti af þeim hugmyndum. Erfiðara er hins vegar að sjá hvar réttlæti kemur þar við sögu. Vandamálið er að það sem stjórnmálamennirnir hafa kallað hátekjur hafa risið illa undir þeirri nafngift eins og dæmin sanna. Skattaárið 2004 lagðist til dæmis auka fjögurra prósenta skattur á laun sem fóru yfir 4,2 milljónir á ársgrundvelli. Það þýddi að hver sá sem fór yfir 350 þúsund krónur á mánuði var orðinn hátekjumaður í augum skattsins. Lítið réttlæti í því. Vandamálið við hátekjuskatt er að til þess að hann skili ríkinu tekjum, sem skipta máli, þarf að leggja hann á laun, sem aðrir en stjórnmálamenn myndu kalla meðaltekjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði þetta á skorinorðan hátt í viðtali við mbl.is síðastliðinn desember. Hátekjuskattur skilar litlu í ríkissjóð, hann er fyrst og fremst „táknrænn" sagði hún og bætti við að vel gæti komið til greina að leggja á slíkan skatt. Hnykkti ýmsum við þessi orð formanns Samfylkingarinnar. Þóttu þau ekki við hæfi leiðtoga stærsta jafnaðarmannaflokks landsins. En sannleikurinn getur oft verið óþægilegur. Hátekjuskattur, sem stendur raunverulega undir nafni: skattur á háar tekjur en ekki miðlungs, er eins og Ingibjörg orðaði það, fyrst og fremst táknrænn. Ef þeir stjórnmálamenn, sem ætla að móta nýja Ísland, vilja senda út skilaboð um að munur á lægstu launum og þeim hæstu eigi ekki að vera meiri en til dæmis tífaldur, þá er hægt að nota skattkerfið til þess. Ríkið myndi þá taka hraustlegan skerf af launum sem færu yfir þau mörk. Slík aðgerð væri þó fyrst og fremst tilraun til að móta hvernig samfélag á að vera hér en myndi litlu skipta fyrir tekjur ríkisins. Það er kostur við núverandi tekjuskattskerfi að það er tiltölulega einfalt. Kerfið byggir á samspili persónuafsláttar og tekjuskattshlutfalls en hugmyndin á bak við persónuafsláttinn er tvíþætt. Annars vegar á fólk ekki að borga tekjuskatt af lágmarksframfærslutekjum og hins vegar er hann tæki til tekjujöfnunar. Þannig borga hinir tekjulægstu engan skatt og tekjulágir hlutfallslega minna en tekjuháir. Þegar bækur skattayfirvalda eru skoðaðar blasir við brýnna viðfangsefni fyrir stjórnmálamenn, sem hafa áhuga á velferð, en að hækka skatta á þá sem hafa hæstar tekjur. Þetta er sú staðreynd að um þriðjungur atvinnubærra Íslendinga er með laun undir skattleysismörkum og borgar því alls engan tekjuskatt. Það er réttlætismál að bæta hag þeirra. Að auka skattlagningu á hina sem þegar standa undir tekjuskattskerfinu er það ekki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun