Sport

Ruglaði saman Michael Jordan og Michael Jackson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pele.
Pele. Nordic photos/AFP

Knattspyrnugoðið Pele frá Brasilíu reynir nú hvað sem hann getur til þess að hjálpa borginni Ríó de Janeiró í heimalandi sínu að landa hlutverki mótshaldara á Ólympíuleikunum árið 2016.

Meðal annarra borga sem keppast um að halda leikana eru Tókýó höfuðborg Japan, Madrid höfuðborg Spánar og Chicago í Bandaríkjunum. Pele varð hins vegar á í messunni þegar hann ætlaði að skjóta létt á þá aðila sem sjá um kynninguna fyrir Chicago borg á fundi í Kaupmannahöfn.

Pele ætlaði að benda fundarmönnum góðfúslega á að þekktasti íþróttamaður borgarinnar, NBA goðsögnin Michael Jordan, væri ekki á kynningarfundinum en kallaði hann hins vegar ekki Michael Jordan heldur Michael Jackson.

Fundarmönnum í Kaupmannahöfn var mjög skemmt en þar ræðst á morgun hvort að þetta uppistand hjá Pele hafi verið til þess að hjálpa eða eyðileggja fyrir Ríó de Janeiró þegar tilkynnt verður hvaða borg verður fyrir valinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×