Hugsum bara um sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2009 07:00 Guðmundur tók virkan þátt í leiknum á sunnudag og verður án vafa álíka líflegur á hliðarlínunni í dag. Mynd/Valli Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira