Jólaeiturslanga Megasar 11. desember 2009 06:15 Megas og Senuþjófarnir taka upp í Hafnarfirði. Megas og Senuþjófarnir hafa staðið í ströngu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Stefnan er sett á jólatónleika í Salnum í Kópavogi 16. desember. „Það verða mörg glæný Megasar-lög á efnisskránni og við erum aðeins byrjaðir að taka þau upp fyrir nýja plötu sem kemur á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Senuþjófanna og innsti koppur í búri Hljóðrita. „Svo erum við líka að æfa upp „ný-gömul“ Megasar-lög, eða sem sé lög sem Senuþjófarnir hafa aldrei spilað með honum. Við vildum endilega endurnýja prógrammið.“ Meðal glænýju laganna er jólalagið „Jólaeiturslangan“ og lagið „Týndir túkall“, sem Guðmundur segir að sé blanda af jóla- og kreppulagi. „Ég sver það: þetta er síðasta kreppulagið sem ég tek upp! Þetta er orðið ágætt. Ég er búinn að taka upp alveg nógu mörg kreppulög,“ segir hann og dæsir. „Við stefnum á að klára Jólaeiturslönguna um helgina og setja lagið í spilun strax eftir helgi.“ Megas segir að Jólaeiturslangan sé eins barnalegt jólalag og hægt sé að hafa það. „Það úir og grúir í viðlögum og þjóðlögum og alls kyns jarðlögum í þessu lagi. Nei nei, þetta verður ekkert á næstu plötu, heldur bara svona fyrir jólin.“ En það er sem sé stefnt að nýrri plötu? „Tja, stefnan liggur að minnsta kosti ekki framhjá næstu plötu,“ segir Megas. Enn eru til miðar á jólatónleika Megasar og Senuþjófanna í Salnum hinn sextánda en þeim fer fækkandi. Þessir kappar skreppa svo austur á land í dag og verða með tónleika á Kaffihúsinu á Eskifirði í kvöld.- drg Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Megas og Senuþjófarnir hafa staðið í ströngu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Stefnan er sett á jólatónleika í Salnum í Kópavogi 16. desember. „Það verða mörg glæný Megasar-lög á efnisskránni og við erum aðeins byrjaðir að taka þau upp fyrir nýja plötu sem kemur á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Senuþjófanna og innsti koppur í búri Hljóðrita. „Svo erum við líka að æfa upp „ný-gömul“ Megasar-lög, eða sem sé lög sem Senuþjófarnir hafa aldrei spilað með honum. Við vildum endilega endurnýja prógrammið.“ Meðal glænýju laganna er jólalagið „Jólaeiturslangan“ og lagið „Týndir túkall“, sem Guðmundur segir að sé blanda af jóla- og kreppulagi. „Ég sver það: þetta er síðasta kreppulagið sem ég tek upp! Þetta er orðið ágætt. Ég er búinn að taka upp alveg nógu mörg kreppulög,“ segir hann og dæsir. „Við stefnum á að klára Jólaeiturslönguna um helgina og setja lagið í spilun strax eftir helgi.“ Megas segir að Jólaeiturslangan sé eins barnalegt jólalag og hægt sé að hafa það. „Það úir og grúir í viðlögum og þjóðlögum og alls kyns jarðlögum í þessu lagi. Nei nei, þetta verður ekkert á næstu plötu, heldur bara svona fyrir jólin.“ En það er sem sé stefnt að nýrri plötu? „Tja, stefnan liggur að minnsta kosti ekki framhjá næstu plötu,“ segir Megas. Enn eru til miðar á jólatónleika Megasar og Senuþjófanna í Salnum hinn sextánda en þeim fer fækkandi. Þessir kappar skreppa svo austur á land í dag og verða með tónleika á Kaffihúsinu á Eskifirði í kvöld.- drg
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“