Formúla 1

Button marði ráspólinn í Mónakó

Jenson Button heldur uppteknum hætti. Hann var fljóastur á götum Mónakó i tímatökum í dag.
Jenson Button heldur uppteknum hætti. Hann var fljóastur á götum Mónakó i tímatökum í dag. mynd: Getty Images

Bretiinn Jenson Button rétt marði að ná besta tíma í æsispennandi tímatökum í Mónaó í dag. Hann varð 25 þúsundustu úr sekúndu á undan Kimi Raikkönen á Ferrari, en Rubens Barrichello varð brotabrotum á eftir honum.

"Þetta var alls ekki auðvelt, en ég náði góðum hring í lokin. Keppnin verður erfið og það er mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti að ná ráspólnum og safna stigum. Við erum með góða stöðu í stigamótinu, en verðum að halda vöku okkar", sagði Button.

Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í tímatökunni, hann féll úr leik í fyrstu umferð af þremur eftir að hafa snarsnúið bílnum í krappri beygju niður brekku. Hann er sextándi á rásslínu, en Hamilton vann mótið í fyrra.

Sebastian Vettel verð fjórði á Red Bull, en Felipe Massa fimmti á undan heimamanninum Nico Rosberg.

Bein útsending frá mótinu í Mónakó verður kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði














Fleiri fréttir

Sjá meira


×