Lífið

Lögreglan gefur út glæpasögur

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, fær eintak af norrænu sakamálunum.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, fær eintak af norrænu sakamálunum.

Út er komin bókin Norræn sakamál 2008-2009 en það er Íþróttasamband lögreglumanna á Norðurlöndum sem gefur hana út.

Þetta er áttunda bókin í ritröðinni en sú fyrsta kom út árið 2001. Að þessu sinni eru átján sakamál til umfjöllunar, þar af átta íslensk.

„Norræn sakamál svipta hulunni af þekktum glæpamálum á raunsæjan og áhugaverðan hátt. Frásagnir lögreglumanna eru spennandi og trúverðugar þó að mörg málanna séu lyginni líkust," segir m.a í kynningu frá útgefanda en þess má geta að til stendur að framleiða röð sjónvarpsþátta sem verða unnir upp úr bókunum.

Norræn sakamál 2008-2009 fæst í bókaverslunum um land allt og einnig í afgreiðslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Hverfisgötu 115 í Reykjavík.

Afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 8-16. Það var Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, sem fékk fyrsta eintakið af nýju bókinni en myndin hér að neðan var tekin við það tækifæri. Við hlið ráðherrans er Guðmundur St. Sigmundsson, varaformaður Íþróttasambands lögreglumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.