Lífið

Semur fyrir Múmínálfa

Björk hefur samið lagið The Comet Song fyrir nýja Múmínálfamynd.
Björk hefur samið lagið The Comet Song fyrir nýja Múmínálfamynd.

Björk Guðmundsdóttir hefur samið lagið The Comet Song fyrir teiknimyndina Moomins and the Comet Chase, sem fjallar um hina einu sönnu Múmínálfa. Sjón semur textann við lagið en hann hefur áður starfað með Björk við lög á borð við Bachelorette og Wanderlust. Bæði Sjón og Björk hafa lengi verið aðdáendur Múmínálfanna og verður forvitnilegt að heyra hvernig lagið mun hljóma.

Höfundur bókanna um Múmínálfana er sú finnska Tove Jansson og verður teiknimyndin framleidd af finnska fyrirtækinu Filmkompaniet. Er hún væntanleg í kvikmyndahús í ágúst eða september á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.