Japanir svalari en við 16. desember 2009 03:00 Heimsfrægur rithöfundur Andri Snær Magnason sagðist vita að bók hans, Blái hnötturinn, yrði vinsæl áður en hann hóf að skrifa hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferð og flugi undanfarna mánuði við að kynna hina vinsælu bók Draumalandið, sem kom nýverið út í Japan og Danmörku, en auk þess var barnabókin Blái hnötturinn gefin út í Kína og Litháen fyrir stuttu. Blái hnötturinn kom fyrst út árið 1999 en hefur verið uppseld hérlendis um nokkra hríð. Kvikmyndin Draumalandið var að auki frumsýnd í Amsterdam og í Berlín í nóvember síðastliðnum. „Maður hefur verið úti næstum mánaðarlega síðan í vor við að kynna eitthvað. Ég ákvað að taka heimsborgarann á þetta fyrst maður var byrjaður. Þegar Blái hnötturinn kom út í Japan á sínum tíma fór ég ekki til að fylgja henni eftir og þá er hætta á að bækurnar sökkvi og hverfi. Ég ákvað því þegar Draumalandið var gefin út í Japan að fyrst bókin kæmi út í einu stærsta hagkerfi heims þá yrði ég að fara út,“ útskýrir Andri Snær sem er nýkominn að utan. Hann segir heimsóknina til Japans hafa verið einstaka upplifun og Tókýó vera skemmtilegustu borg sem hann hafi komið til. „Ég var viðbúinn menningarsjokkinu en mannmergðin var ótrúleg. Tískan þarna er líka mjög öfgafull og þarna er fjöldinn allur af stelpum klæddar eins og Lísa í Undralandi og hópar af strákum klæddir eins og Elvis Presley, þetta fólk er allt miklu svalara en við hérna í Evrópu. Þarna eru upphitaðar klósettsetur staðalbúnaður sem við Evrópubúar erum algjörlega að fara á mis við.“ Meðan á dvöl hans stóð kom Andri Snær fram í fjölda sjónvarps- og blaðaviðtala. Hann segist gjarnan hafa verið spurður út í efnahagskreppuna á Íslandi í viðtölunum og segir marga halda að landið sé rjúkandi rústir eftir bankahrunið. „Ég eyði miklum tíma í að leiðrétta ranghugmyndir um að þjóðin sé farin til fjandans og það sé ástæða að hafa áhyggjur af öðrum en okkur. En hins vegar bendi ég á að Ísland sé gott sýnidæmi um hvernig hugmyndafræði geti leitt fólk í ógöngur.“ Barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, hefur nú verið gefin út í 21 landi og segist Andri Snær hafa stefnt að því að gefa hana út alls staðar í heiminum strax í upphafi. „Þetta hljómar eins og gorgeir af manni sem þá var að skrifa sína fyrstu barnabók. En ég vissi að hugmyndin var góð og ef ég gæti landað henni rétt þá yrði bókin góð. Sagan hefur verið sett upp sem leiksýning víða um heim og ég vissi fyrir víst að ég var orðinn frægur þegar leikritið var sett upp í alþjóðlegum skóla í Pakistan,“ segir Andri Snær og hlær. Rithöfundurinn mun taka sér frí frá ferðalögum þar til í byrjun næsta árs en þangað til ætlar hann að nýta tímann í ritstörf. Aðspurður segist hann vera með tvær nýjar bækur í smíðum auk leikrits sem hann skrifar ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni, en leikritið er skrifað með aðstoð spjallrásar þar sem Þorleifur er staddur í Toronto. - sm Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferð og flugi undanfarna mánuði við að kynna hina vinsælu bók Draumalandið, sem kom nýverið út í Japan og Danmörku, en auk þess var barnabókin Blái hnötturinn gefin út í Kína og Litháen fyrir stuttu. Blái hnötturinn kom fyrst út árið 1999 en hefur verið uppseld hérlendis um nokkra hríð. Kvikmyndin Draumalandið var að auki frumsýnd í Amsterdam og í Berlín í nóvember síðastliðnum. „Maður hefur verið úti næstum mánaðarlega síðan í vor við að kynna eitthvað. Ég ákvað að taka heimsborgarann á þetta fyrst maður var byrjaður. Þegar Blái hnötturinn kom út í Japan á sínum tíma fór ég ekki til að fylgja henni eftir og þá er hætta á að bækurnar sökkvi og hverfi. Ég ákvað því þegar Draumalandið var gefin út í Japan að fyrst bókin kæmi út í einu stærsta hagkerfi heims þá yrði ég að fara út,“ útskýrir Andri Snær sem er nýkominn að utan. Hann segir heimsóknina til Japans hafa verið einstaka upplifun og Tókýó vera skemmtilegustu borg sem hann hafi komið til. „Ég var viðbúinn menningarsjokkinu en mannmergðin var ótrúleg. Tískan þarna er líka mjög öfgafull og þarna er fjöldinn allur af stelpum klæddar eins og Lísa í Undralandi og hópar af strákum klæddir eins og Elvis Presley, þetta fólk er allt miklu svalara en við hérna í Evrópu. Þarna eru upphitaðar klósettsetur staðalbúnaður sem við Evrópubúar erum algjörlega að fara á mis við.“ Meðan á dvöl hans stóð kom Andri Snær fram í fjölda sjónvarps- og blaðaviðtala. Hann segist gjarnan hafa verið spurður út í efnahagskreppuna á Íslandi í viðtölunum og segir marga halda að landið sé rjúkandi rústir eftir bankahrunið. „Ég eyði miklum tíma í að leiðrétta ranghugmyndir um að þjóðin sé farin til fjandans og það sé ástæða að hafa áhyggjur af öðrum en okkur. En hins vegar bendi ég á að Ísland sé gott sýnidæmi um hvernig hugmyndafræði geti leitt fólk í ógöngur.“ Barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, hefur nú verið gefin út í 21 landi og segist Andri Snær hafa stefnt að því að gefa hana út alls staðar í heiminum strax í upphafi. „Þetta hljómar eins og gorgeir af manni sem þá var að skrifa sína fyrstu barnabók. En ég vissi að hugmyndin var góð og ef ég gæti landað henni rétt þá yrði bókin góð. Sagan hefur verið sett upp sem leiksýning víða um heim og ég vissi fyrir víst að ég var orðinn frægur þegar leikritið var sett upp í alþjóðlegum skóla í Pakistan,“ segir Andri Snær og hlær. Rithöfundurinn mun taka sér frí frá ferðalögum þar til í byrjun næsta árs en þangað til ætlar hann að nýta tímann í ritstörf. Aðspurður segist hann vera með tvær nýjar bækur í smíðum auk leikrits sem hann skrifar ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni, en leikritið er skrifað með aðstoð spjallrásar þar sem Þorleifur er staddur í Toronto. - sm
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“