Lífið

Frostrósirnar lagðar af stað

Frostrósirnar og fylgdarlið þeirra áður en lagt var af stað til Vestmannaeyja í gær.
fréttablaðið/stefán
Frostrósirnar og fylgdarlið þeirra áður en lagt var af stað til Vestmannaeyja í gær. fréttablaðið/stefán
Frostrósirnar og fylgdarlið þeirra lögðu af stað í tónleikaferðalag sitt um landið í gær frá Reykjavíkurflugvelli. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja þar sem fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld.

Ferðalagið leggst vel í söngkonuna Heru Björk sem er að fara sinn þriðja túr með Frostrósunum. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Við hlæjum svo hrikalega mikið og skemmtum okkur að það er eiginlega bara fáranlegt. Okkur finnst allt fyndið og keppumst við að segja brandarana," segir Hera. „Þetta verður alveg meiriháttar."

Ferðalagið tekur ellefu daga og endar á fernum tónleikum í Reykjavík. Miðasalan á tónleikana hefur aldrei gengið betur og hafa Frostrósirnar greinilega náð að festa sig rækilega í sessi í hjörtum landsmanna. „Við erum voða upp með okkur að fólk er að taka svona vel á móti okkur. Þetta er vinna áranna á undan sem er að skila sér. Fólk er að setja þetta í forgang í jólaundirbúningnum," segir Hera.

Auk þess að syngja í Vestmanneyjum stígur sönghópurinn á svið á Höfn á Hornafirði, Eskifirði, Akureyri, Varmahlíð, Ólafsvík, Ísafirði og í Reykjavík. Hera segir að það sé allt öðruvísi að syngja úti á landi þar sem nándin sé miklu meiri. „Áhorfendur eru nær okkur og færri og dagskráin er ekki jafnstór. Þetta er miklu meiri nánd og síðan er líka gott að komast aðeins út fyrir ysinn og þysinn í borginni." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.