Lífið

Spice Girls-söngleikur í vinnslu

Spice girls á West end Söngleikur um Spice Girls er nú í vinnslu, en kryddpían Geri Halliwell mun hafa átt hugmyndina.
Spice girls á West end Söngleikur um Spice Girls er nú í vinnslu, en kryddpían Geri Halliwell mun hafa átt hugmyndina.
Undirbúningur fyrir Spice Girls-söngleik er nú í fullum gangi. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun er búið að ákveða frumsýningardag og er nú verið að skrifa handritið, en söngleikurinn mun heita Viva Forever eftir lagi sveitarinnar sem kom út árið 1998.

Handritshöfundurinn er Kim Fuller, en hann skrifaði einnig handrit fyrir bíómynd sem gerð var um stelpurnar árið 1997, Spice World. Það er ef til vill engin tilviljun að Kim var falið að skrifa handritið, en hann er bróðir stofnanda sveitarinnar, Simon Fuller. Framkvæmdastjóri söngleiksins er hins vegar kryddpían Geri Halliwell, en hún mun hafa átt hugmyndina að verkefninu. Í söngleiknum verður saga kryddpíanna rakin og fjórtán af þeirra vinsælustu lögum sungin.

Áætlaður frumsýningartími á West End er í byrjun nóvember á næsta ári og telja margir að söngleikurinn muni slá öll aðsóknarmet.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.