Lífið

Húsmæður hrifnar

María hefur gefið út plötuna Not Your Housewife.
María hefur gefið út plötuna Not Your Housewife.
Söngkonan María Magnúsdóttir hefur gefið út plötuna Not Your Housewife.

„Platan var í bígerð hjá mér í um tvö ár og ég get alveg sagt að ég lagði sál mína í hana," segir María. „Ég veit ekki hversu harðar staðreyndir ég hef fyrir mér í þessu en oftar en ekki eru það konurnar í eldhúsunum og nútíma ofurhúsmæðurnar sem hafa sagt mér að platan fari bara ekki úr spilaranum. Svo stjórna ég gospelkór í Árbæ og þar á hver einasta kona í kórnum eintak," segir hún.

Á plötunni eru ellefu lög með textum eftir Maríu og er tónlistin blanda af R&B, fönki, djassi og blús. Með henni á plötunni spila bræðurnir Börkur og Daði Birgissynir, Jóhann Ásmundsson og Magnús Tryggvason Elíassen. Hlusta á má á Maríu á www.myspace.com/mariamagnusdottir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.