Loksins-stjórnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. febrúar 2009 06:00 Til hamingju öll: Loksins... Loksins höfum við fengið konu sem forsætisráðherra - glerþakið brast og eitt kallhlunkaklíkuvígið til er fallið. Loksins er hér minnihlutastjórn sem þarf að ráðfæra sig við þingmenn, leita lausna í sameiningu í stað þess að „sterkir leiðtogar" taki einir fráleitar ákvarðanir á borð við stuðning við innrásina í Írak. Enn eru Framsóknarmenn að læra á þingræðið - í svo mörg ár hefur sá flokkur snúist um stöðuveitingar og fjárplógsstarfsemi að ekki er að undra að reynsluleysi í pólitík hái þeim... Loksins er hér vinstri stjórn. Systraflokkarnir Samfó og VG þurfa nú að vinna saman enda kosnir af sama fólki meira og minna sem ætlast til þess að þeir vinni saman - og alls ekki með íhaldinu því allt er betra en það. Loksins er hér forsætisráðherra með rætur í verkalýðshreyfingunni sem lítur á sig sem fulltrúa íslenskrar alþýðu fremur en valdastéttarinnar; loksins er hér forsætisráðherra sem kemur ekki úr lagadeild Háskóla Íslands. Loksins er hér forsætisráðherra sem kemur hvorki úr Framsókn eða Sjálfstæðisflokki. Já, loksins loksins loksins loksins er hér enginn ráðherra sem kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Allt er betra en íhaldiðViðskilnaður Sjálfstæðisflokksins er verri en Bush-stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Í efnhagsmálum er landið ein rjúkandi rúst - orðspor þjóðarinnar er hroðalegt - misskipting auðs er smánarleg - aðferðir við landstjórnina til margra ára einkennast af virðingarleysi við stjórnskipan, stjórnarskrá og almennar leikreglur í vestrænum lýðræðisríkjum.Allt er betra en íhaldið. Það er kannski rangt að Sjálfstæðisflokkurinn sé kommúnistaflokkur þó að hann hafi löngum litið svo á að hann sé hinn rétti vettvangur við ákvarðanir og útdeilingu gæða (og Framsókn fengið restarnar) - hins vegar hefur flokkurinn verið svo afskiptasamur um stórt og smátt í samfélaginu að hann hefur nálgast það að mega heita nokkurs konar ríkisflokkur: Ég hef áður líkt honum við Kongressflokkinn á Indlandi, sem líka varð til upp úr sjálfstæðisbaráttu og þar sem valdaöfl sköpuðu sér vettvang til að ráða ráðum sínum, svo sem úttdeilingu embætta á vegum hins opinbera, styrkja, einkaleyfa - og auðvitað kvóta.Hann varð nokkurs konar þjóðarflokkur. Sá flokkur sem hinir ópólitísku gátu kosið og þurftu að tengjast ef þeir ætluðu sér frama - eða lóð, aðild að einhverjum félagsskap eða hreinlega bara þessa einföldu og gefandi tilfinningu að „tilheyra". Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn var einfaldlega bara gert, án svo sem að velta því mikið fyrir sér hvers vegna; svona eins og að láta ferma sig... Flokkurinn varð sífellt spilltari. Og upp úr aldamótunum kastaði algerlega tólfunum í umgengni Flokksbroddanna við vald. Virðingarleysið við þingið var algert - ekki var farið eftir stjórnarskrá - seilst var inn á sífellt ný valdsvið, nú síðast dómsvaldið með ótrúlegum dómaraskipunum. Stjórnlagaþing?En sem sagt: Við skulum brosa. Við skulum klappa. Við skulum brosa og klappa og segja: „Loksins loksins" nú þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur við, þó ekki væri nema fyrir þá sök að Jóhanna er heilsteypt og heiðarleg, vinnusöm og einbeitt og kemur manni þannig fyrir sjónir að hún sé sá leiðtogi sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Um leið og hennar tími kom - var tími annarra liðinn.Hins vegar verð ég að játa að ég skil ekki alveg þessar hugmyndir um stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi. Vissulega blasir við að endurbætur þarf að gera á starfsemi þingsins - það þarf að efla það og framkvæmdavaldið þarf að virða það; kjörnir þingmenn þurfa að fá meira vald, til að mynda í rannsóknarnefndum, og lágmarks krafa til ráðherra hlýtur að vera sú að þeir virði stjórnarskrá landsins. Þingið á að sjálfsögðu að hætta þessum afkáralegu fríum kringum heyannir og göngur og réttir, töðugjöld og fardaga, eða hvernig sem þetta er eiginlega hugsað. Kjördæmaskipan þarf að endurspegla búsetu.Og svo framvegis. En hvers vegna á þjóðin að kjósa sérstakt fólk til að breyta stjórnarskránni? Hverja á að kjósa? Audda og Sveppa og Njörð P. Njarðvík? Eftir átján ára valdasetu er stjórnkerfið undirlagt af mönnum sem hafa ekkert til brunns að bera í starfið annað en vera í Réttu Klíkunni í Flokknum. Sumum þessara manna þarf að finna eitthvað við sitt hæfi - augljóslega. Það þarf að hreinsa, endurreisa, starfa, lofta út. Margvíslegt endurreisnar- og uppbyggingarstarf bíður nýrrar stjórnar sem vonandi á eftir að starfa í mörg ár og skapa nýja kjölfestu í landstjórninni.En þurfum við nýtt lýðveldi eða sérstakt stjórnlagaþing? Þurfum við ekki bara að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Til hamingju öll: Loksins... Loksins höfum við fengið konu sem forsætisráðherra - glerþakið brast og eitt kallhlunkaklíkuvígið til er fallið. Loksins er hér minnihlutastjórn sem þarf að ráðfæra sig við þingmenn, leita lausna í sameiningu í stað þess að „sterkir leiðtogar" taki einir fráleitar ákvarðanir á borð við stuðning við innrásina í Írak. Enn eru Framsóknarmenn að læra á þingræðið - í svo mörg ár hefur sá flokkur snúist um stöðuveitingar og fjárplógsstarfsemi að ekki er að undra að reynsluleysi í pólitík hái þeim... Loksins er hér vinstri stjórn. Systraflokkarnir Samfó og VG þurfa nú að vinna saman enda kosnir af sama fólki meira og minna sem ætlast til þess að þeir vinni saman - og alls ekki með íhaldinu því allt er betra en það. Loksins er hér forsætisráðherra með rætur í verkalýðshreyfingunni sem lítur á sig sem fulltrúa íslenskrar alþýðu fremur en valdastéttarinnar; loksins er hér forsætisráðherra sem kemur ekki úr lagadeild Háskóla Íslands. Loksins er hér forsætisráðherra sem kemur hvorki úr Framsókn eða Sjálfstæðisflokki. Já, loksins loksins loksins loksins er hér enginn ráðherra sem kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Allt er betra en íhaldiðViðskilnaður Sjálfstæðisflokksins er verri en Bush-stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Í efnhagsmálum er landið ein rjúkandi rúst - orðspor þjóðarinnar er hroðalegt - misskipting auðs er smánarleg - aðferðir við landstjórnina til margra ára einkennast af virðingarleysi við stjórnskipan, stjórnarskrá og almennar leikreglur í vestrænum lýðræðisríkjum.Allt er betra en íhaldið. Það er kannski rangt að Sjálfstæðisflokkurinn sé kommúnistaflokkur þó að hann hafi löngum litið svo á að hann sé hinn rétti vettvangur við ákvarðanir og útdeilingu gæða (og Framsókn fengið restarnar) - hins vegar hefur flokkurinn verið svo afskiptasamur um stórt og smátt í samfélaginu að hann hefur nálgast það að mega heita nokkurs konar ríkisflokkur: Ég hef áður líkt honum við Kongressflokkinn á Indlandi, sem líka varð til upp úr sjálfstæðisbaráttu og þar sem valdaöfl sköpuðu sér vettvang til að ráða ráðum sínum, svo sem úttdeilingu embætta á vegum hins opinbera, styrkja, einkaleyfa - og auðvitað kvóta.Hann varð nokkurs konar þjóðarflokkur. Sá flokkur sem hinir ópólitísku gátu kosið og þurftu að tengjast ef þeir ætluðu sér frama - eða lóð, aðild að einhverjum félagsskap eða hreinlega bara þessa einföldu og gefandi tilfinningu að „tilheyra". Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn var einfaldlega bara gert, án svo sem að velta því mikið fyrir sér hvers vegna; svona eins og að láta ferma sig... Flokkurinn varð sífellt spilltari. Og upp úr aldamótunum kastaði algerlega tólfunum í umgengni Flokksbroddanna við vald. Virðingarleysið við þingið var algert - ekki var farið eftir stjórnarskrá - seilst var inn á sífellt ný valdsvið, nú síðast dómsvaldið með ótrúlegum dómaraskipunum. Stjórnlagaþing?En sem sagt: Við skulum brosa. Við skulum klappa. Við skulum brosa og klappa og segja: „Loksins loksins" nú þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tekur við, þó ekki væri nema fyrir þá sök að Jóhanna er heilsteypt og heiðarleg, vinnusöm og einbeitt og kemur manni þannig fyrir sjónir að hún sé sá leiðtogi sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Um leið og hennar tími kom - var tími annarra liðinn.Hins vegar verð ég að játa að ég skil ekki alveg þessar hugmyndir um stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi. Vissulega blasir við að endurbætur þarf að gera á starfsemi þingsins - það þarf að efla það og framkvæmdavaldið þarf að virða það; kjörnir þingmenn þurfa að fá meira vald, til að mynda í rannsóknarnefndum, og lágmarks krafa til ráðherra hlýtur að vera sú að þeir virði stjórnarskrá landsins. Þingið á að sjálfsögðu að hætta þessum afkáralegu fríum kringum heyannir og göngur og réttir, töðugjöld og fardaga, eða hvernig sem þetta er eiginlega hugsað. Kjördæmaskipan þarf að endurspegla búsetu.Og svo framvegis. En hvers vegna á þjóðin að kjósa sérstakt fólk til að breyta stjórnarskránni? Hverja á að kjósa? Audda og Sveppa og Njörð P. Njarðvík? Eftir átján ára valdasetu er stjórnkerfið undirlagt af mönnum sem hafa ekkert til brunns að bera í starfið annað en vera í Réttu Klíkunni í Flokknum. Sumum þessara manna þarf að finna eitthvað við sitt hæfi - augljóslega. Það þarf að hreinsa, endurreisa, starfa, lofta út. Margvíslegt endurreisnar- og uppbyggingarstarf bíður nýrrar stjórnar sem vonandi á eftir að starfa í mörg ár og skapa nýja kjölfestu í landstjórninni.En þurfum við nýtt lýðveldi eða sérstakt stjórnlagaþing? Þurfum við ekki bara að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun