Sport

Safina brjálaðist eftir tap í úrslitunum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gleði og tár. Kuznetsova með bikarinn en Safina með tárin í augunum.
Gleði og tár. Kuznetsova með bikarinn en Safina með tárin í augunum. Nordicphotos/GettyImages
Svetlana Kuznetsova vann opna franska meistaramótið í tennis á Roland Garros í dag. Hún lagði löndu sína frá Rússlandi, Dinöru Safinu 2-0, en Safina er í efsta sæti heimslistans.

Kuznetsova er þar í sjöunda sæti en hún vann settin 6-4 og 6-2. Þetta er annar risatitill hennar, hún vann opna bandaríska mótið árið 2004.

Safina brjálaðist eftir leikinn og negldi spaða sínum í jörðina af pirringi, eftir enn ein mistökin sem hún gerði.

Hún hefur nú tapað úrslitaleiknum á opna franska tvö ár í röð, í fyrra tapaði hún fyrir Serenu Williams sem vann hana einnig á opna ástralska mótinu fyrr á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×