Lífið

Í kjólum frá Birtu

í kjólunum Kenya, Sandra og Inga Þyri í nýju kjólunum ásamt beatboxaranum Bjarti Guðjónssyni. fréttablaðið/gva
í kjólunum Kenya, Sandra og Inga Þyri í nýju kjólunum ásamt beatboxaranum Bjarti Guðjónssyni. fréttablaðið/gva

Sönghópurinn Þrjár raddir klæðist sérhönnuðum kjólum frá fatahönnuðinum Birtu Björnsdóttur þegar hann kemur fram á jólahlaðborði í Turninum í Kópavogi.

„Við erum gallharðir aðdáendur og okkur langaði að spyrja hana um þetta. Við bjuggumst við að fá neitun en hún tók voða vel í þetta og sérsaumaði fyrir okkur allar,“ segir söngkonan Kenya. „Við byrjuðum á jólahlaðborðinu um síðustu helgi. Önnur hver manneskja spurði okkur hvar væri hægt að kaupa diskinn okkar. Hin spurði hvar væri hægt að fá þennan kjól,“ segir hún og hlær.

Sönghópurinn gaf fyrir skömmu út sína fyrstu jólaplötu, þar sem raddirnar eru einu hljóðfærin. „Þetta eru klassísk og ný jólalög, öll í okkar útsetningum,“ segir Kenya. Á meðal laga á plötunni eru Bráðum koma blessuð jólin, Ljósadýrð og Nú er Gunna á nýju skónum. „Við byrjuðum sem jólatríó en stækkuðum svo í beatbox-hljómsveit. Okkur fannst flott að gefa út jólaplötu til að fullkomna hringinn.“

Útgáfutónleikar Þriggja radda verða haldnir í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 18 og fást miðar á Midi.is.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.