Lífið

Jólapakkarall í miðborginni í dag

Fjöldi jólasveina og skemmtikrafta tekur þátt í jólapakkarallinu í dag.
Fjöldi jólasveina og skemmtikrafta tekur þátt í jólapakkarallinu í dag.

Í dag klukkan 15:00, laugardaginn 19. desember, munu tveir mjólkurpallbílar leggja upp í sérstakt jólapakkarall.

Lagt verður af stað frá Hlemmtorgi annars vegar og Skólavörðuholti hins vegar, þeirra erinda að safna jólapökkum handa þeim sem minnst eiga í vændum.

Jólapakkarallið gengur þannig fyrir sig að fólk safnast saman á gangstéttum beggja vegna Laugavegs og Skólavörðustígs með innpakkaðar gjafir.

Síðan er þeim kastað upp til jólasveinanna um borð, sem svo afhenda Mæðratyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni pakkana í Jólaþorpinu síðar um daginn.

Taktu þátt og gefðu gjöf. Sjá nánar hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.