Lífið

Jólamarkaður í Hinu húsinu

Handverk og hönnun Berglind Sunna segir um tíu ungmenni ætla að selja handverk sitt og hönnun í Hinu húsinu á morgun milli klukkan 14 og 18.
Fréttablaðið/GVA
Handverk og hönnun Berglind Sunna segir um tíu ungmenni ætla að selja handverk sitt og hönnun í Hinu húsinu á morgun milli klukkan 14 og 18. Fréttablaðið/GVA

„Markmiðið er að þarna fái ungt fólk að selja sitt eigið handverk og hönnun," segir Berglind Sunna Stefánsdóttir hjá upplýsingamiðstöð Hins hússins, miðstöð ungs fólks. Þar fer fram jólamarkaður á morgun milli klukkan 14 og 18, í Pósthússtræti 3-5.

„Á markaðnum viljum við að ungt fólk komi á framfæri því sem það er gera því að kostnaðarlausu og ekki er verra ef hægt er að græða smá á því sem það er að búa til. Þarna verður fólk að selja eigin tónlist og fatahönnun, svo sem kraga og boli, jólakort og málverk svo eitthvað sé nefnt. Við setjum ekkert fyrir okkur hvað þau koma með, þau ráða því sjálf og verðleggja eigin vöru," segir hún og býst við góðri mætingu á markaðinn.

„Við vorum með sams konar markað í fyrra. Við vissum ekki alveg við hverju var að búast en það var rosalega góð mæting og gekk vonum framar.

Markaðurinn í ár er jafnvel nær jólum en síðast svo það verður eflaust fleira fólk í miðbænum og margir sem eiga eftir að detta inn," segir Berglind. „Þetta er kjörið tækifæri til að kaupa litla og persónulega hluti til að gefa í jólagjafir. Fólk getur komið inn og hlýjað sér og við ætlum að bjóða heitt súkkulaði og piparkökur," bætir hún við. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.