Tennisdrottninging bandaríska Serena Williams varð í dag Wimbledon-meistari í tennis í þriðja sinn. Hún lagði eldri systur sína, Venus, í tveimur settum í úrslitum 7-6 og 6-2.
Venus hefur unnið Wimbledon-mótið fimm sinnum en mistókst í dag að vinna þriðja árið í röð. Á síðustu tíu árum hafa Williams-systur unnið átta sinnum í einliðaleikskeppni Wimbledon-mótsins.
Serena er einnig handhafi gullverðlauna á ástralska meistaramótinu og opna bandaríska meistaramótinu.