Formúla 1

Íslendingur dæmir fyrsta Formúlu 1 mótið

Ólafur Guðmundsson í góðum hópi á Formúlu 1 móti.
Ólafur Guðmundsson í góðum hópi á Formúlu 1 móti.

Ólafur Guðmundsson dæmir fyrsta Formúlu mót ársins í Ástralíu í lok mars, en hann hefur heimsótt fjölmörg mót gegnum tíðina sem dómari.

Hann ferðast til Melbourne og mun starfa með tveimur öðrum dómurum á móti sem fer eftir glænýjum reglum Formúlu 1.

"Nýju reglurnar eru núna á náttborðinu hjá mér og maður gluggar í þetta

á kvöldin til að koma sér inn í þetta. Maður þarf að lesa þetta fram

og til baka, því að það er talsvert um tilvísanir fram og til baka en að

grunni til er þetta þó svipað og í fyrra. Annars þá eru þetta ekki bara

keppnisreglurnar sjálfar sem maður þarf að glöggva sig á.

Tæknireglurnar, eru ekki minna mál og síðan þarf maður að vera með

grunnreglurnar á hreinu, þ.e. International Sporting Code, og viðaukana sem fjalla um hegðun og slíkt. Ætli þetta séu ekki hátt í 200 blaðsíður sem maður þarf að grautast í gegnum."

Sjá ítarlegt viðtal við Ólaf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×