Lífið

Danir bera saman Yrsu og Hallgrím

Hallgrímur er mjög ánægður með viðtökurnar í Danmörku við bók sinni en hún er sögð fá verk Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í Berlingske Tidende.
fréttablaðið/stefán
Hallgrímur er mjög ánægður með viðtökurnar í Danmörku við bók sinni en hún er sögð fá verk Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í Berlingske Tidende. fréttablaðið/stefán

Hallgrímur Helgason fær frábæra dóma fyrir bók sína 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp í danska blaðinu Berlinske Tidende, eða fimm stjörnur. Í umfjölluninni er bókin borin saman við glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, þar sem Hallgrímur hefur vinninginn. „Hallgrímur Helgason leikur sér að glæpasagnaforminu og fær íslensku glæpasagnadrottinguna Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í samanburðinum,“ skrifaði gagnrýnandinn. Áður hafði bók Hallgríms fengið fjórar stjörnur í Politiken fimm stjörnur í Jyllandsposten . Í sjónvarpi sagði menningarritstjóri Jyllandsposten hana eina af tveimur bestu bókum haustsins.

Hallgrímur er að vonum ánægður með þessa góðu dóma. „Þetta gladdi mann, sérstaklega af því að hún fékk misjafnar viðtökur hérna heima. Maður var farinn að hafa áhyggjur af þessari bók,“ segir hann kátur. Hann hefur áður fengið góða dóma í Danmörku, síðast fyrir bókina Rokland. „Danmörk hefur reynst mér bara mjög vel á undanförnum árum, Danmörk og Þýskaland eru sterkustu vígin erlendis.“

Hallgímur vill ekki meina að hann sé að ryðja íslenskum glæpasagnahöfundum úr vegi, þrátt fyrir samanburðinn hjá Berlingske Tidende við Yrsu. „Það var ekki hugsunin. Ég held ég sé frekar undir áhrifum af þessari krimmabylgju. Ég hefði aldrei skrifað skáldsögu með morðingja í aðalhlutverki nema út af þessari bylgju.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.