Helgi Björns næstum fimmtugur í Valhöll 10. júlí 2009 06:15 Verður næstum fimmtugur í dag og ætlar að halda upp á það á Hótel Valhöll með tónleikum en nú er verið að blása lífi í þann fornfræga stað. „Hvað verð ég gamall? Ehhh, 49 ára. Ég er reyndar búinn að vera það í nokkur ár. Ég ætla að vera það áfram. Þetta er ágætur aldur," segir Helgi Björnsson sem á afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Valhöll. Helgi er þessa dagana á ferð og flugi milli Íslands og Þýskalands, þar sem hann rekur skemmtihús. Bæði er verið að ræsa SSSól-vélina og síðan er Helgi byrjaður að syngja reglulega á föstudagskvöldum í hótel Valhöll í Þingvallasveit. Verður þar með tónleika í kvöld. Helgi segir að nú sé ætlunin að blása lífi í þann frábæra stað en gamalreyndur jaxl úr veitingabransanum ætlar að reyna sig við það - Úlfar Þórðarson sem lengi var á Gauk á Stöng og þá á Hótel Búðum. „Ég var þarna um síðustu helgi og það var algerlega frábært. Fullt af fólki, sól og við úti í garði. Það stefnir í svipað í kvöld. Ég syng gamlar íslenskar dægurlagaperlur. Þær eru viðeigandi í Valhöll," segir Helgi og tekur tóndæmi: „Til eru fræ…" og vippar sér svo óvænt yfir í Brúnaljósin brúnu „Ó, vildu hlusta, elsku litla ljúfan mín…" en áttar sig þá á að þetta eru ekki viðeigandi línur að raula í eyra blaðamanns og vippar sér yfir í Bjössa á mjólkurbílnum. „Þetta er svona ‚fiftís'. Ég er með Kjartan Vald á píanó, Stefán Má á bassa og gítar og Sigurð Flosason á sax og klarinett. Mjög á ljúfum nótum." Aðspurður hvort Helgi ætli að blanda saman afmælisveislu sinni og tónleikunum segir hann ekki svo vera. „Nei, ég læt nokkra félaga vita. Ég ætla að fá mér einn drykk eftir tónleika í tilefni dagsins. Ég er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn. Mér finnst þriðjudagar skemmtilegir." Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Hvað verð ég gamall? Ehhh, 49 ára. Ég er reyndar búinn að vera það í nokkur ár. Ég ætla að vera það áfram. Þetta er ágætur aldur," segir Helgi Björnsson sem á afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Valhöll. Helgi er þessa dagana á ferð og flugi milli Íslands og Þýskalands, þar sem hann rekur skemmtihús. Bæði er verið að ræsa SSSól-vélina og síðan er Helgi byrjaður að syngja reglulega á föstudagskvöldum í hótel Valhöll í Þingvallasveit. Verður þar með tónleika í kvöld. Helgi segir að nú sé ætlunin að blása lífi í þann frábæra stað en gamalreyndur jaxl úr veitingabransanum ætlar að reyna sig við það - Úlfar Þórðarson sem lengi var á Gauk á Stöng og þá á Hótel Búðum. „Ég var þarna um síðustu helgi og það var algerlega frábært. Fullt af fólki, sól og við úti í garði. Það stefnir í svipað í kvöld. Ég syng gamlar íslenskar dægurlagaperlur. Þær eru viðeigandi í Valhöll," segir Helgi og tekur tóndæmi: „Til eru fræ…" og vippar sér svo óvænt yfir í Brúnaljósin brúnu „Ó, vildu hlusta, elsku litla ljúfan mín…" en áttar sig þá á að þetta eru ekki viðeigandi línur að raula í eyra blaðamanns og vippar sér yfir í Bjössa á mjólkurbílnum. „Þetta er svona ‚fiftís'. Ég er með Kjartan Vald á píanó, Stefán Má á bassa og gítar og Sigurð Flosason á sax og klarinett. Mjög á ljúfum nótum." Aðspurður hvort Helgi ætli að blanda saman afmælisveislu sinni og tónleikunum segir hann ekki svo vera. „Nei, ég læt nokkra félaga vita. Ég ætla að fá mér einn drykk eftir tónleika í tilefni dagsins. Ég er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn. Mér finnst þriðjudagar skemmtilegir."
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira