Lífið

Dansverkið Shit frumsýnt

Shit Dansverkið Shit verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn.
Shit Dansverkið Shit verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn.

Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson er staddur hér á landi þar sem hann setur upp sýningu ásamt Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. Kristján hefur verið búsettur í Danmörku frá árinu 1992 þar sem hann stundaði nám í sviðslistum. Kristján starfar einnig sem sjálfstæður leikstjóri og leikari.

Verk Kristjáns er hluti af Djammviku Íslenska dansflokksins, en þar mun flokkurinn sýna fjögur verk eftir framsækna og spennandi höfunda.

Verk Kristjáns heitir Shit og segist hann hafa verið undir áhrifum kreppunnar þegar verkið var samið. „Það er eins og svo margir hér heima hafi skitið í buxurnar. Það er eins og menn hafi verið of lengi á hraðbrautinni og haldið í sér á meðan en nú veltur þetta allt fram," útskýrir Kristján.

Hann segir verkið vera dansverk og er þetta í fyrsta sinn sem hann starfar með atvinnudönsurum. „Ég hef ekki fengist mikið við dans hingað til, en er vanur að fást við mjög líkamlegt leikhús að mörgu leyti þannig að þetta er ef til vill ekki svo ólíkt því. En þetta var mjög gaman og ég mun örugglega gera þetta aftur," segir Kristján að lokum.

Verkið verður frumsýnt á miðvikudag í Borgarleikhúsinu. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.