Lífið

Joely syrgir systur sína

Joely Richardson segist hugsa til systur sinnar, Natöshu Richardson, daglega.
Joely Richardson segist hugsa til systur sinnar, Natöshu Richardson, daglega.

Leikkonan Joely Richardson hefur í fyrsta sinn tjáð sig um dauða systur sinnar, leikkonunnar Natöshu Richardson sem lést fyrr á árinu eftir að hafa dottið á skíðum og hlotið höfuðhögg.

„Ég hafði aldrei lifað dag án hennar. Maður óttast um börn sín, foreldra, en mér hafði aldrei dottið í hug að ég gæti misst hana,“ sagði Joely sem var ári yngri en systir hennar.

„Tash var stór hluti af mér. Við deildum mótunarárum okkar saman og þá held ég að það myndist einhver sérstök tengsl á milli fólks. Ég get ekki ímyndað mér að sá dagur muni nokkurn tíma koma að ég muni ekki hugsa til hennar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.