Íslendingur undirbýr matarmessu í Washington 17. október 2009 04:00 Baldvin Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir matarmessuna Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington. Á myndinni eru hann og Siggi Hall með danska kokkinn Claus Henriksen á milli sín. Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is Food and Fun Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira
Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is
Food and Fun Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Sjá meira