Afburðamenn og örlagavaldar 2. október 2009 06:00 Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Óhætt er að segja að Neró hafi hlotið harðan dóm af hálfu sögunnar; í dag er hans fyrst og fremst minnst sem íburðarmikla harðstjórans sem aðhafðist ekkert meðan Róm brann. Það er þó helst til of einföld mynd. Hann var margslunginn maður og slyngur pólitíkus, sem sést meðal annars á því að þrátt fyrir allt naut hann iðulega talsverðrar lýðhylli á sinni rúmlega þrettán ára valdatíð. Sumir sagnfræðingar segja reyndar að það hafi stappað nærri þráhyggju hve upptekinn hann var af vinsældum sínum. Vinsældir Nerós stöfuðu sjálfsagt ekki síst af efnahagsstefnu hans; Neró rak lágskattastefnu og keyrði meðal annars skattalækkanir í gegn á þinginu. Hann var líka umsvifamikill á sviði myntsláttu. Á hinn bóginn var hann afar framkvæmdaglaður og vílaði ekki fyrir sér að nota skattfé til að byggja hvert glæsihýsið á fætur öðru, þar á meðal risavaxna íþróttaleikvanga og leikhús. Til eru þeir sem segja að Neró hafi aðallega viljað reisa sjálfum sér bautasteina. Svo þarf ekki endilega að vera; Neró var jú afar menningarsinnaður og listfengur, duflaði til dæmis við ljóðlist, söng og tónsmíðar, þótt stjórnmálin hefði ætíð verið í forgrunni. Neró var ætíð umdeildur stjórnmálamaður, eins og títt er með stórhuga menn, og átti sér ófáa andstæðinga á þingi sem reyndu stundum að bola honum frá völdum. Þeim varð að ósk sinni árið 68, þegar landstjóri Gallíu gerði uppreisn gegn Neró og skattastefnu hans. Neró hrökklaðist frá völdum og beið dapurleg örlög. Þegar hann vissi hvert stefndi er hann sagður hafa sagt: „Hvílíkur listamaður sem veröldin glatar nú." Því fer þó fjarri að hlutskipti Rómarborgar hafi batnað eftir að Neró hvarf af sjónvarsviðinu. Fjórir keisarar komust til valda næsta árið, sem einkenndist af ófriði og glundroða. „Sagan endurtekur sig ekki," er haft eftir Mark Twain. „En hún rímar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Óhætt er að segja að Neró hafi hlotið harðan dóm af hálfu sögunnar; í dag er hans fyrst og fremst minnst sem íburðarmikla harðstjórans sem aðhafðist ekkert meðan Róm brann. Það er þó helst til of einföld mynd. Hann var margslunginn maður og slyngur pólitíkus, sem sést meðal annars á því að þrátt fyrir allt naut hann iðulega talsverðrar lýðhylli á sinni rúmlega þrettán ára valdatíð. Sumir sagnfræðingar segja reyndar að það hafi stappað nærri þráhyggju hve upptekinn hann var af vinsældum sínum. Vinsældir Nerós stöfuðu sjálfsagt ekki síst af efnahagsstefnu hans; Neró rak lágskattastefnu og keyrði meðal annars skattalækkanir í gegn á þinginu. Hann var líka umsvifamikill á sviði myntsláttu. Á hinn bóginn var hann afar framkvæmdaglaður og vílaði ekki fyrir sér að nota skattfé til að byggja hvert glæsihýsið á fætur öðru, þar á meðal risavaxna íþróttaleikvanga og leikhús. Til eru þeir sem segja að Neró hafi aðallega viljað reisa sjálfum sér bautasteina. Svo þarf ekki endilega að vera; Neró var jú afar menningarsinnaður og listfengur, duflaði til dæmis við ljóðlist, söng og tónsmíðar, þótt stjórnmálin hefði ætíð verið í forgrunni. Neró var ætíð umdeildur stjórnmálamaður, eins og títt er með stórhuga menn, og átti sér ófáa andstæðinga á þingi sem reyndu stundum að bola honum frá völdum. Þeim varð að ósk sinni árið 68, þegar landstjóri Gallíu gerði uppreisn gegn Neró og skattastefnu hans. Neró hrökklaðist frá völdum og beið dapurleg örlög. Þegar hann vissi hvert stefndi er hann sagður hafa sagt: „Hvílíkur listamaður sem veröldin glatar nú." Því fer þó fjarri að hlutskipti Rómarborgar hafi batnað eftir að Neró hvarf af sjónvarsviðinu. Fjórir keisarar komust til valda næsta árið, sem einkenndist af ófriði og glundroða. „Sagan endurtekur sig ekki," er haft eftir Mark Twain. „En hún rímar."
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun