Lífið

Íslendingar í borg englanna

Góður gestur Eric Dane úr þáttunum Grey´s Anatomy ræðir málin við Sigurjón Sighvatsson í kokkteilboðinu.mynd/Spencer
Góður gestur Eric Dane úr þáttunum Grey´s Anatomy ræðir málin við Sigurjón Sighvatsson í kokkteilboðinu.mynd/Spencer
Margt var um manninn í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles á dögunum. Partíið þótti heppnast einkar vel og mynduðust góð tengsl sem vafalítið eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni. Um kokkteilboð var að ræða sem var ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Gestgjafi var Lanette Phillips, sem var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík síðasta haust.
Lay Low spilaði í partíinu ásamt hljómsveit og fékk góðar viðtökur.
Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur hjá Útón og gestgjafanum Lanette Phillips.


Sigurjón Sighvatsson kynnti íslenska tónlist fyrir bandarísku gestunum.
Jónsi í Sigur Rós ásamt Badda í Jeff Who? og kærustu hans Viktoríu Hermannsdóttur.
Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, tróð upp einn með kassagítarinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.